Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 133
131
XI. KAFLI
Gildistaka og brottfallin ákvæði.
88. gr.
Keglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 60 7. júní 1957,
að fengnum tillögum háskólaráðs, öðlast þegar gildi.
Nú er sérákvæðum um kennslu og próf í einstökum deildum breytt
með reglugerð þessari, svo að aukið sé við námið, og taka ákvæði
reglugerðarinnar þá til þeirra stúdenta einna, sem skráðir eru í há-
skólann eftir gildistöku hennar. Sérákvæðunum í 42. og 43. gr. um
nám í læknadeild skal beitt svo sem hér segir:
1. Þeir stúdentar einir, sem skráðir eru til náms í læknadeild eftir
gildistöku reglugerðarinnar, eru skyldir til að hlíta ákvæðum
43. gr., 2. töluliðs, um upphafspróf.
2. Þeir stúdentar, sem ljúka fyrsta hluta prófi vorið 1958 og síðar,
skulu hlíta ákvæðum 42. og 43. gr. um annan og þriðja hluta
námsins.
3. Þeir stúdentar, sem Ijúka öðrum hluta embættisprófs í læknis-
fræði vorið 1958 og síðar, skulu hlíta ákvæðum 42. og 43. gr. um
þriðja hluta embættisprófs.
Próf, sem stúdentar hafa tekið við háskólann fyrir gildistöku þess-
arar reglugerðar, skulu metin eftir eldri reglum, og eiga því ákvæði
68. gr. um lágmarkseinkunn aðeins við þau próf, sem tekin eru eftir
gildistöku reglugerðarinnar, svo og ákvæði 61. gr. um heimild manna
til að þreyta próf af nýju.
89. gr.
Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð fyrir
Háskóla íslands nr. 47/1942 ásamt síðari breytingum og viðaukum
svo og reglugerð nr. 78 2. ágúst 1945, um nám í verkfræðideild, og
reglugerð nr. 74 19. sept. 1957, um nám í lyf jafræði lyfsala. Enn
fremur eru aðrar reglur stjómarvalda, er brjóta kunna í bága við
reglugerð þessa, fallnar úr gildi.
1 menntamálaráöuneytinu, 11. júní 1958.
Gylfi Þ. Gíslason.
Birgir Thorlacius