Hugur - 01.01.1994, Page 10
8
Agúst Hjörtur Ingþórsson
HUGUR
yrðingu sem sett var fram að ofan að andstæðurnar séu að hverfast —
þótt þær séu langt þvf frá að hverfa. Enda einkennir sanngirni
málflutning Sigríðar öðru fremur.
Jóhann Páll Árnason bregður ljósi félagsvísinda á hugmyndir okkar
um lýðræði og ræðir kost og löst á nokkrum þeim mynstrum sem
greind hafa verið á undanförnum áruin. Merkja má varkárni hjá
Jóhanni, sem byggir á sögulegu innsæi, gagnvart því sem vænta má í
náinni framtíð af vestrænum jafnt sem fyrrum austantjalds lýðræðis-
ríkjum. Og þar kveður einnig við tón sanngjarnra frjálslyndisviðhorfa:
„Meginregla lýðræðislegra stofnana er ... að skýra innri árekstra og
togstreitu og að kveða upp úr um misvísandi gildi og sjónarhorn sem
eru jafn mikilvæg fyrir sjálfsskilning stofnana og fólks.“ Á nútíma
lýðræði eru þrjú höfuðeinkenni að mati Jóhanns: fullveldi almennings,
mannréttindi og fulltrúafyrirkomulag á öllu stjórnarvaldi. Og þótt ef
til vill megi finna sameiginlegan grundvöll fyrir þessi einkenni, þá er
ósættanleg fjölbreytni það hlutskipti sem við búum nú við og fáum
ekki flúið. Því er það hlutverk stjórnmálaheimspekingsins að skýra
þetta hlutskipti og veita innsýn í hvernig við getum tekist á við það.
Eftir Wayne J. Norman birtist fyrirlestur sem á íslensku hefur
hlotið heitið „Aðferðafræði í anda Rawls“. Á réttarheimspekiþinginu í
vor flutti hann fyrirlestur um siðferðilegar réttlætingar sambands-
lýðvelda, þar sem hann reyndi að renna stoðum undir þá skoðun sína
að sé rétt að málum staðið þá geti sambandslýðveldi verið lýðvelda
best fyrir hin stærri og Ijölbreyttari nútímaríki. En fyrirlesturinn um
aðferðafræði í anda Rawls átti þó meira erindi til íslenskra lesenda að
mínu mati, sér í lagi í ljósi þeirra tíðinda að John Rawls hefur loks
safnað saman á bók ýmsum af merkustu lagfæringum og leiðrétting-
um á kenningu sinni og bætt við splúnkunýjum hugleiðingum. Bókin
heitir Pólitísk frjálslyndisstefna (Political Liberalism) og kom hún út
1993. Er sagt nokkuð af þeirri bók í grein Waynes. En Rawls er
einmitt boðberi þeirrar tegundar stjórnmálaheimspeki sem ég er að
velta fyrir mér hér; stjórnspeki sanngirninnar.
Fram að útkomu nýjustu bókarinnar var ein merkasta viðbótin við
hina stórbrotnu bók Rawls, Kenningu um réttlœti, fyrirlestrar sem