Hugur - 01.01.1994, Page 11
HUGUR
Inngangur ritstjóra
9
birtust árið 1985 undir titlinum „Réttlæti sem sanngirni“.' Þar dregur
hann talsvert í land með mátt skynseminnar og segir það hafa verið
mistök hjá sér í Kenningu um réttlæti að lýsa réttlætiskenningu sinni
sem hluta af víðtækari kenningu um skynsamlegt val; hinn raunveru-
legi grunnur kenningarinnar sé skynsamlegt val á grundvelli innsæis
okkar. Þannig höfðar Rawls til réttlætistilfinningar okkar — þess sem
okkur finnst vera sanngjarnt. Þetta er ekki lítill úrdráttur fyrir þann
sem er að reyna að setja fram kenningu í anda Kants þar sem skyn-
semin, hrein jafnt sem hagnýt, ríkir yfir dómum okkar og helst trú,
siðferði og jafnvel sjálfri fegurðinni. Það er rétt að benda á fimleika
orðanna hér: Titillinn á fyrirlestri Rawls er „Justice as Fairness:
Political not Metaphysical “. Nú má þýða „fair“ hvort heldur með
réttlátt eða sanngjarnt, en auðvitað gengur ekki að þýða titilinn
„Réttlæti sem réttlæti". Svo cinhver greinarmunur hlýtur að vera hér
á. En jafnframt er það athyglisvert að við notum orðið sanngirni fyrir
enska orðið „ reasonableness“ sem aftur vísar í skynsemi — reason.
Af þessum fimleika leiðir svo sem það eitt í bili að réttlætið hafi
sitthvað með bæði sanngirni og skynsemi að gera. Og það er útaf fyrir
sig ekki ómerkileg niðurstaða.
Þorsteinn Gylfason hefur raunar gert sér nokkurn mat úr þessum
efnum með því að halda fram kenningu þar sem réttlæti er sagt felast í
þvf að fá það eitt sem menn eiga skilið, að sannleikurinn um þá fái að
koma fram og helst allur sannleikurinn og þótt alhæfing kunni raunar
að vera óviðeigandi eða ómöguleg, eins og Vilhjálmur Arnason benti
réttilega á, er vart hægt að hugsa sér meira sanngirnismál en það. Við
fyrstu sýn kann þetta að virðast svo sjálfsagt mál að fyrir því þurfi
engin rök að færa — að réttlæti felist í því að menn fái það sem þeir
eiga skilið — en einhverju sinni reyndi ég að endursegja hugmyndir
hans á ensku en rak þá strax í vörðurnar og læddist þá að mér sá
grunur að hér væri á ferðinni orðaskak, kannski valdsorðaskak, sem
ekki myndi standast nána skoðun. Hvort svo er eða ekki, veit ég
hreinlega ekki ennþá því ég hef ekki skoðað kenningu Þorsteins ofan f
kjölinn eins og hún á skilið — og er raunar ekki einn um það, því ef
undan eru skildar atlaga Eyjólfs Kjalars Emilssonar og orrahnð
1 „Justice as Faimess: Political not Metaphysical", Philosophy and Public Affairs, 14
no. 3(1985), s. 223-251.