Hugur - 01.01.1994, Page 15
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
13
í þessari ritgerð leitast ég við að varpa ljósi á meginatriði þessa
„verklags". Ég mun ekki reyna að meta að hve miklu leyti skrif
Rawls sjálfs hafi valdið uppgangi þessarar aðferðafræði; ekki frekar
en ég mun eyða miklu púðri í að sýna fram á að þessi aðferðafræði
njóti í raun rnikils fylgis meðal enskumælandi stjórn-
málaheimspekinga. í hinum enskumælandi heimi hlaupast margir
undan merkjum þessarar aðferðafræði og má þar greina tvo mjög
ólíka flokka heimspekinga: Annars vegar er stór minnihlutahópur
heimspekinga sent vinna fremur í anda sögulegrar meginlandshefðar
og má þar nefna Charles Taylor og Alasdair Maclntyre; hins vegar
eru þeir sem nota aðferðir leikjafræði, félagslíffræði og vitundar-
fræði til að grundvalla hugmyndir sínar um siðferði og stjórnmál á
mannlegu eðli og skynsamlegum eiginhagsmunum.2 3 Þrátt fyrir
þetta trúi ég að þeir höfundar sem mest kveður að í stjórnmála-
heimspeki samtímans vinni í anda þessarar aðferðafræði — og þessa
fullyrðingu mína mætti að sjálfsögðu prófa með athugun á því efni
sem birst hefur í virtari bókum og tímarilum hin síðari ár.^
Markmið mitt með þessari ritgerð er einfaldlega að reyna að skýra
meginforsendur og reglur þessa verklags og rissa þannig upp mynd
af aðferðafræði í anda Rawls sem margir okkar geti fundið sig í.
En því skyldi maður ekki bara kæra sig kollóttan um þessa
aðferðafræði? Að hluta til vegna þess hversu útbreidd hún er og
vegna þess að sem „verklag“ þá felur hún í sér þær forsendur
stjórnmálakenninga okkar og hugmynda sem við veltum sjaldnast
fyrir okkur. Þar á meðal eru fyrirfram gefnar hugmyndir, til
dærnis um hvers konar spurningar það séu sem okkur virðist
gagnlegt að spyrja, hvað gæti talist svar við þessum spurningum,
hvers konar sönnunargögn eða rök gætu stutt slík svör, hvaða
andstæðinga okkur ber að taka alvarlega, hvaða viðfangsefni á
tengdum sviðunt má ganga út frá að búið sé að leiða til lykta? Af
þessu leiðir að ekki er hægt að greina skýrt í sundur aðferðafræði í
þessum víða skilningi og inntak forskriftarkenninga okkar, a.m.k.
2 Sjá yfirgripsmikla úttckt á þessari aðferðafræði eftir P. Railton o.fi., „Towar-
ds Fin de siécle Ethics: Some Trends", Philosophical Review, 101 no. 1 (1992).
3 Benda má á tímarit eins og Ethics, Philosophy & Pubiic Affairs, Social
Philosophy & Policy og Political Studies þar sem þessi aðferðafræði er áberandi,
en jafnframt á t.d. Political Theory þar sem meira ber á meginlandsheimspeki.