Hugur - 01.01.1994, Side 27

Hugur - 01.01.1994, Side 27
HUGUR Aðferðafrœði í anda Rawls 25 Hluta af rökunum fyrir reglu 2 má skýra á grundvelli eftir- farandi reglu sem er fremur almenn regla um sérhverja legund réttlætinga: Regla 3: Forsendur sæmilega trúverðugra réttlætingaraka verða að vera óumdeilanlegri (þ.e. réttlætanlegri) en niðurstaðan. Við getum einnig orðað þetta á annan hátt. Niðurstaða réttlætingaraka getur aldrei verið réttmætari en forsendur hennar. Því er einkennilegt að nota umdeildar heimspekilegar forsendur í réttlætingu sem lýtur að stjórnmálum þar sem flest okkar, og alveg örugglega flestir samborgarar okkar, eru öruggari í trúinni á nokkrar meginforsendur stjórnmálaskoðana okkar (til dæmis um grundvallarréttindi, eða jafnvel um tiltekin atriði eins og fóstureyðingu eða dauðarefsingu) heldur en um flest atriði í, til að mynda, frumspeki. Með gildum rökum mætti sannfæra mig um að breyta flestum af frumspekilegum skoðunum mínum, en ég á erfitt með að ímynda mér rök sem gætu fengið mig til að snúa baki við grundvallarréttindum í lýðræðisríkjum (undir „venjulegum“ kringumstæðum). Það væri því einkennilegt ef ég myndi reiða mig á einhverjar af þessum frumspekilegu forsendum þegar ég leitast við að réttlæta þessi grundvallarréttindi. Regla 4: Forskriftarlögmál eða reglukenningar (sem eru bráðabirgða- niðurstöður af réttlætingarökum) ættu að vera nægjanlega skýr og ótvíræð til að tryggja að allir gætnir og skynsamir menn með sambærilegar vitneskju gætu leitt af þeim sambærilegar niðurstöður um réttlæti stofnana og siða. Þessa reglu mætti kalla regluna um „stofnanaprófið“. Grunn- hugmyndin er sú að ef ekki er á hreinu hvaða stofnanir tiltekið lögmál muni réttlæta (að gefnum viðeigandi upplýsingum) þá höfum við að einhverju leyti ekki skýra mynd af lögmálinu sjálfu eða hvað í því felst. Margar kenningar sem byggja á óljósum lögmálum um frelsi og jöfnuð brjóta í bága við þessa reglu. Eins og við munum komast að raun um, þá finnst þeim sem nota aðferðafræði í anda Rawls óskynsamlegt að fallast á slík lögmál vegna þess að forskriftarlögmál eru þá og því aðeins réttlætt að sýna megi fram á að þau skýri ígrundaða dóma okkar við skilyrði yfirvegaðs jafnvægis. En við höfum enga hugmynd um nákvæmlega hvaða samstæður af ígrunduðunt dómum koma heim og saman við óljós Iögmál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.