Hugur - 01.01.1994, Page 27
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
25
Hluta af rökunum fyrir reglu 2 má skýra á grundvelli eftir-
farandi reglu sem er fremur almenn regla um sérhverja legund
réttlætinga:
Regla 3: Forsendur sæmilega trúverðugra réttlætingaraka verða að
vera óumdeilanlegri (þ.e. réttlætanlegri) en niðurstaðan.
Við getum einnig orðað þetta á annan hátt. Niðurstaða
réttlætingaraka getur aldrei verið réttmætari en forsendur hennar.
Því er einkennilegt að nota umdeildar heimspekilegar forsendur í
réttlætingu sem lýtur að stjórnmálum þar sem flest okkar, og
alveg örugglega flestir samborgarar okkar, eru öruggari í trúinni á
nokkrar meginforsendur stjórnmálaskoðana okkar (til dæmis um
grundvallarréttindi, eða jafnvel um tiltekin atriði eins og
fóstureyðingu eða dauðarefsingu) heldur en um flest atriði í, til að
mynda, frumspeki. Með gildum rökum mætti sannfæra mig um að
breyta flestum af frumspekilegum skoðunum mínum, en ég á erfitt
með að ímynda mér rök sem gætu fengið mig til að snúa baki við
grundvallarréttindum í lýðræðisríkjum (undir „venjulegum“
kringumstæðum). Það væri því einkennilegt ef ég myndi reiða mig
á einhverjar af þessum frumspekilegu forsendum þegar ég leitast
við að réttlæta þessi grundvallarréttindi.
Regla 4: Forskriftarlögmál eða reglukenningar (sem eru bráðabirgða-
niðurstöður af réttlætingarökum) ættu að vera nægjanlega skýr og
ótvíræð til að tryggja að allir gætnir og skynsamir menn með
sambærilegar vitneskju gætu leitt af þeim sambærilegar niðurstöður
um réttlæti stofnana og siða.
Þessa reglu mætti kalla regluna um „stofnanaprófið“. Grunn-
hugmyndin er sú að ef ekki er á hreinu hvaða stofnanir tiltekið
lögmál muni réttlæta (að gefnum viðeigandi upplýsingum) þá
höfum við að einhverju leyti ekki skýra mynd af lögmálinu sjálfu
eða hvað í því felst. Margar kenningar sem byggja á óljósum
lögmálum um frelsi og jöfnuð brjóta í bága við þessa reglu. Eins
og við munum komast að raun um, þá finnst þeim sem nota
aðferðafræði í anda Rawls óskynsamlegt að fallast á slík lögmál
vegna þess að forskriftarlögmál eru þá og því aðeins réttlætt að
sýna megi fram á að þau skýri ígrundaða dóma okkar við skilyrði
yfirvegaðs jafnvægis. En við höfum enga hugmynd um nákvæmlega
hvaða samstæður af ígrunduðunt dómum koma heim og saman við
óljós Iögmál.