Hugur - 01.01.1994, Side 34
32
Wayne Norman
HUGUR
reynt að auðvelda kenningum eins og hans eigin að uppfylla síðara
skilyrðið um almennt samkomulag með því að krefjast þess ein-
ungis að um „skörun á almennu samkomulagi“ — overlapping con-
sensus — sé að ræða varðandi sömu réttlætislögmálin meðal allra
sanngjarnra manna í samfélaginu án þess nauðsynlega að menn
fallist á þau af sömu siðferðilegu ástæðunum. En eftir sem áður
hafa gagnrýnendur hans áhyggjur af því hvernig hugmynd hans um
„sanngjarnar deilur" býður hættunni heim með því einfaldlega að
skilgreina suma lögmæta andstæðinga sem ósanngjarna.49
Hvernig Rawls sjálfur nýtir sér þessa aðferðafræði skiptir engu
sérstöku máli í þessari ritgerð. Það ætti ekki að koma á óvart ef
tilraun hans til að nota aðferðina til að undirbyggja almennt viður-
kennda réttlætishugmynd væri af flestum álitin hafa mistekist —
og eins og ég gat um í upphafi þá er þetta ástæðan fyrir því að það
er varla til nokkur raunverulegur Rawlssinni. Sérstaklega ekki í
ljósi þeirra fjölmörgu atriða sem gera það að verkum að fólk getur
verið á öndverðum meiði af fyllstu sanngirni. Raunar helst sjálf
hugmyndin um réttlætishugmynd sem sé best allra í hendur við þá
réttlætingaraðferð sem byggir á sjálfljósum eða ytri lögmálum og
hafnað er af fylgismönnum aðferðafræði í anda Rawls. En ef ekki
er raunhæft að gera ráð fyrir að hægt sé að grundvalla yfirgrips-
mikla réttlætiskenningu, hvers er þá að vænta af fylgismönnum
þessarar aðferðafræði? Hvaða markmiðum er hægt að ná með
beitingu aðferðarinnar?
Ég vil enda þessa ritgerð á því að benda á þrjú almenn viðfangs-
efni sem margir okkar hafa fengist við upp á síðkastið. í fyrsta
lagi, eins og raunar þegar hefur komið fram, þá hefur mikil orka og
pláss í tímaritum farið í að kanna ýmis lítt þekkt vandamál tengd
hagnýtingu siðfræði og stjórnmálaheimspeki. í sumum tilfellum er
hægt að ræða um þessi vandamál, sérstaklega þau sem minnst hefur
verið fjallað um, án þess að taka afstöðu til djúpstæðra fræðilegra
on Justice," Philosophical Review, 82 no. 2 (1973) og Robert Nozick,
Anarchy, Slale and Utopia (New York: Basic Books, 1974).
49 Sjá til dæmis fyrstu ritdómana um Polilical Liberalism eftir Rawls; Jeremy
Waldron, „Review of J. Rawls, Political Liberalism," Times Literary
Supplement (júní, 1993) og Stuart Hampshire, „Review of J. Rawls, Polilical
LiberalismNew York Review of Books, 60 no. 14 (ágúst, 1993).