Hugur - 01.01.1994, Side 38

Hugur - 01.01.1994, Side 38
36 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR koma á nýrri tegund félagslegrar samstöðu sem vinnur gegn eyðingar- nrætti einstaklingshyggjunnar án þess að grafa undan róttækri fjöl- hyggju nútíma samfélaga?"2 Fljótt á lilið sýnist þessari gagnrýni svipa lil skoðana femínista í ýmsum meginatriðum. Til að gera hugsjónir um umönnun og sam- ábyrgð að raunveruleika leitast femínistar við að sýna fram á pólitískt mikilvægi samfélagshópa, hvort senr um er að ræða mismunandi hagsmunahópa eða fjölskylduna. Auk þessa hafa femínistar, eins og samfélagssinnar, lagt áherslu á þýðingu mannlegra samskipta og sam- félags fyrir þroska einstaklingsvitundarinnar. Það viðhorf frjálslyndra að einstaklingurinn sé sjálfráður handhafi óhlutbundinna réttinda og altækra lögmála er þannig að þeirra mati afurð karllcgs gildismats og kemur illa heim og saman við það sem einkennir mannleg samskipli. Samfélagssinnar og femínistar eru sammála um að viðhorfi frjáls- lyndra til sjálfsins, eins og það birtist í bók Rawls, Kenning um réttlœti, sé ábótavant. Þar er sjálfið slitið úr sínu rétta samhengi og er ekki í neinum tengslum við þann samfélagslega veruleika sem mótar alla sjálfsvitund. Ólíkt þeirri kantísku hugmynd um sjálfið, sem Rawls setur fram í kenningu sinni um „upphafsstöðuna"3, og gerir ráð fyrir að til sé sjálf að baki þeim markmiða sem það setur sér, halda sam- félagssinnar því fram að í kjarna sjálfsvilundar okkar sé ávallt að finna einhverjar hvatir sem sýni að veigamikil markmið séu órjúfanlegur hluti af sjálfmu. Þó ber að hafa í huga að ekki er hægt að smætta alla gagnrýni femínista niður í afstöðu, sem við fyrstu sýn líkist gagnrýni sam- félagssinna. Margbreytileiki femínískra kenninga útilokar slíkt, sér- staklega ef horft er til pólitískra aðgerða og viðhorfa. Af þeim sökum mun ég einbeita mér að gagnrýni femínista innan siðfræði og stjórn- málaheimspeki, sem í upphafi var undir mestum áhrifum frá bandaríska þroskasálfræðingnum Carol Gilligan. Hugmyndir hennar um siðfræði og sú gagnrýni sem þær sættu, fela í sér suma meginþætti femínískrar gagnrýni eins og hún hefur þróast undanfarin tíu ár.4 2 A. Honneth, „Individualisierung und Gemeinsschaft", Kommunitarismus in der Diskussion, C. Zahlman ritstj. (Berlin: Rotbuch, 1992), s. 23. 3 Sbr. J. Rawls, A Theory of Justice (Oxford: Oxford University Pr., 1971), 3. kafli. 4 Sjá C. Gilligan, In a Different Voice. Psychological Theory and Women's Development (Cambridge, Ma., 1982).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.