Hugur - 01.01.1994, Page 50
48
Jóhann Páll Árnason
HUGUR
á óræðari sigur lýðræðisins og ekki var annarra kosta völ en að viður-
kenna möguleikann á þróun markaðskerfis samhliða stjórnmálum í
anda valdboðshugsunar. Ef niðurstaðan var sú að markaðshagkerfi
væri eini valkosturinn var engum vandkvæðum bundið að ímynda sér
ólýðræðislega stjórnarhætti. En aðlögunin að alþjóðlegu markaðshag-
kerfi reyndist skjótt mun erfiðari og varhugaverðari en fylgismenn
þeirrar þróunar áttu von á. Þrátt fyrir að erfitt sé að stöðva markaðs-
væðinguna þegar hún hefur á annað borð skotið rótum, þá er engin
trygging fyrir því að hún leiði til varanlegra lausna á efnahagsvanda
þeirra þjóðfélaga sem í hlut eiga. Tálsýn nýfrjálshyggjunnar um
skyndilækningu með raflostsmeðferð (sem er ný útgáfa af „stóra
framfarastökkinu") hefur fallið mjög í álili og margir þeir sem áður
féllust gagnrýnislaust á þessa leið hafna henni nú. f kjölfar dvínandi
bjartsýni bæði um lýðræði og markaðsbúskap hefur borið æ meira á
þjóðernisöflum í fyrrverandi ríkjum kommúnista og stafar af þeim
meiri ógn en fyrr. Menn eru þó hikandi að viðurkenna þetta sem þriðja
þáttinn í „vesturvæðingunni“ — aðlögun fyrrum kommúnistaríkja að
vestrænum þjóðfélagsháttum. Að halda því fram að ættflokka- og
þjóðerniskennd sé að blossa upp aftur, felur þá staðreynd að
þjóðerniskennd og valdauppbygging sem þróaðist í þjóðríkjum
Vesturlanda og gætir þar sumpart enn, er nú fyrst farið að verða vart á
svæðum þar sem þeirra gætti lítt áður og þar sem enn er við sögulegar
hindranir að eiga. „Umbreyting“ fyrrum kommúnistaríkja felur einnig
í sér framhald eldri tilrauna til að skapa þjóðernisvitund og þjóðríki á
rústum heimsvelda Austur-Evrópu. Sum þeirra vandamála sem áður
leiddu til endurtekinna mistaka og stöðugra erfiðleika hafa verið leyst,
en önnur bíða úrlausna; það sem Vesturlandabúar sjá sem nýtilkomið
ofbeldi og ofstæki er réttara að líta á sem einkenni þeirrar spennu sem
ríkir milli innri gerðar þjóðríkisins og arfleifðar fallinna heimsvelda.
Þetta stutta yfírlit gefur tilefni til nokkurra bráðabirgðaályktana um
lýðræði og stöðu þess í nútímanum. Þannig er auðveldara að skilja
sambandið milli þeirra þriggja þátta sem einkenna Austurblokkina
eftir fall kommúnismans — lýðræði, markaðshyggju og þjóðríki — ef
við byrjum ekki á að fegra fyrir okkur einingu þeirra. Vestræn sam-
félagsgerð — eða svo nákvæmar sé að orði kveðið, samfélagsgerð
frjálslyndra lýðræðisríkja — er „að hlula til mótsagnakenndur sam-
soðningur“, svo vitnað sé til þeirrar einkunnar sem Ken Jowitt gaf