Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 50

Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 50
48 Jóhann Páll Árnason HUGUR á óræðari sigur lýðræðisins og ekki var annarra kosta völ en að viður- kenna möguleikann á þróun markaðskerfis samhliða stjórnmálum í anda valdboðshugsunar. Ef niðurstaðan var sú að markaðshagkerfi væri eini valkosturinn var engum vandkvæðum bundið að ímynda sér ólýðræðislega stjórnarhætti. En aðlögunin að alþjóðlegu markaðshag- kerfi reyndist skjótt mun erfiðari og varhugaverðari en fylgismenn þeirrar þróunar áttu von á. Þrátt fyrir að erfitt sé að stöðva markaðs- væðinguna þegar hún hefur á annað borð skotið rótum, þá er engin trygging fyrir því að hún leiði til varanlegra lausna á efnahagsvanda þeirra þjóðfélaga sem í hlut eiga. Tálsýn nýfrjálshyggjunnar um skyndilækningu með raflostsmeðferð (sem er ný útgáfa af „stóra framfarastökkinu") hefur fallið mjög í álili og margir þeir sem áður féllust gagnrýnislaust á þessa leið hafna henni nú. f kjölfar dvínandi bjartsýni bæði um lýðræði og markaðsbúskap hefur borið æ meira á þjóðernisöflum í fyrrverandi ríkjum kommúnista og stafar af þeim meiri ógn en fyrr. Menn eru þó hikandi að viðurkenna þetta sem þriðja þáttinn í „vesturvæðingunni“ — aðlögun fyrrum kommúnistaríkja að vestrænum þjóðfélagsháttum. Að halda því fram að ættflokka- og þjóðerniskennd sé að blossa upp aftur, felur þá staðreynd að þjóðerniskennd og valdauppbygging sem þróaðist í þjóðríkjum Vesturlanda og gætir þar sumpart enn, er nú fyrst farið að verða vart á svæðum þar sem þeirra gætti lítt áður og þar sem enn er við sögulegar hindranir að eiga. „Umbreyting“ fyrrum kommúnistaríkja felur einnig í sér framhald eldri tilrauna til að skapa þjóðernisvitund og þjóðríki á rústum heimsvelda Austur-Evrópu. Sum þeirra vandamála sem áður leiddu til endurtekinna mistaka og stöðugra erfiðleika hafa verið leyst, en önnur bíða úrlausna; það sem Vesturlandabúar sjá sem nýtilkomið ofbeldi og ofstæki er réttara að líta á sem einkenni þeirrar spennu sem ríkir milli innri gerðar þjóðríkisins og arfleifðar fallinna heimsvelda. Þetta stutta yfírlit gefur tilefni til nokkurra bráðabirgðaályktana um lýðræði og stöðu þess í nútímanum. Þannig er auðveldara að skilja sambandið milli þeirra þriggja þátta sem einkenna Austurblokkina eftir fall kommúnismans — lýðræði, markaðshyggju og þjóðríki — ef við byrjum ekki á að fegra fyrir okkur einingu þeirra. Vestræn sam- félagsgerð — eða svo nákvæmar sé að orði kveðið, samfélagsgerð frjálslyndra lýðræðisríkja — er „að hlula til mótsagnakenndur sam- soðningur“, svo vitnað sé til þeirrar einkunnar sem Ken Jowitt gaf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.