Hugur - 01.01.1994, Side 53

Hugur - 01.01.1994, Side 53
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 51 reikniskynsemi og eru eldri en siðmenningin sjálf. Þrátt fyrir að tilkoma flókinna samfélagsgerða hafi ekki útrýmt lýðræði, þá er sífellt erfiðara að koma á lýðræði og viðhaida þvf: þessa fyrirmynd sem á sér djúpar rætur í mannlegu eðli er einungis hægt að raungera ef sífellt ólíklegra samansafn af forsendum eru samtímis til staðar. Síðasttalda túlkunin á lýðræði er fremur í útjaðri fræðilegrar umræðu en þær sem fyrr voru nefndar, en hún verðskuldar líklega meiri athygli cn hcnni hefur hlotnast frarn til þessa, ekki endilega vegna innihaldsins heldur allt eins sem nýstárlegt dæmi um viðleitni til að gera frjálshyggjuna hlutlausa. I öðru lagi má gera samskonar greinarmun og þann sem á undan er rakinn á mismunandi leiðum til að staðsetja lýðræði innan félagslegs veruleika. Þrengsta nálgunin smættar lýðræðislegar stofnanir í sér- tækar reglur og verklag innan stjórnmála sem eru eitt af undirkerfum samfélagsskipunarinnar. Þar sem ég hef hugsað mér að ræða nokkuð ítarlega unt hin mismunandi sjónarhorn síðar í ritgerðinni, þá nægir hér stutt lýsing — en þó er rétt að benda á afdrifaríkar afleiðingar. Vegna andlegs skyldleika kerfiskenninga og þróunarkenninga er auðvelt að tengja þessa þröngu hugmynd við þróunarmyndina af lýðræði, þótt slík tenging sé hvorki sjálfgefin né óumflýjanleg. Þetta innihald endurspeglar og viðheldur hugtakaaðgreiningu menningar og stjórnmála sem er síendurtekinn hluti af félagsfræðilegri hefð okkar: þessi tvö viðfangsefni eru lögð að jöfnu sem sinn hvor undirflokkur samfélagsskipunarinnar og síðan er báðum sópað undir meginlögmál hennar. Með skírskotun til þessa skyldleika verður auðveldara að upphugsa skynsamlega áætlun um hvernig koma megi á lýðræði og finna forskrift að raunhæfu lýðræðisfyrirkomulagi. Til samanburðar má benda á að þeir sem tengja spurninguna um lýðræðið við vanda- mál og viðfangsefni stjórnmenningar (political culture) eða stjórn- hefðar taka meira tillit til þess hversu forsagan er margbrotin og framtíðin óljós. Þessi öndverðu rök hafa í grófum dráttum verið þróuð sem svar við smættarhugsun af margvíslegum toga. Hér nægir að benda á að stjórnmenning grundvallast á hefð; hún þróast og er viðhaldið eftir óformlegum leiðum félagslegra samskipta sem ekki er hægt að smætta til formgerðar eða skipulagslögmála. Tilraunir í anda Habermas til að færa rök fyrir lýðræði á grundvelli formgerðar lífheima, sem og endurvakning hugmynda um borgaralegt samfélag,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.