Hugur - 01.01.1994, Side 54

Hugur - 01.01.1994, Side 54
52 Jóhann Páll Arnason HUGUR má samkvæmt minni skoðun skilja sem leiðir til að renna stoðum undir stjórnmenningu; í báðum tilfellum er um að ræða tilraunir til að skýra ókannaða möguleika og samhengi nútímalýðræðis. Greining Claude Leforts á lýðræði sem stjórnskipulagi nútímans gengur enn lengra í þá átt.4 Nægir að nefna þrjár hliðar á rökum hans; Hann kveður sér til fulltingis hefð Grikkja í stjórnmálaheimspeki og tuttugustu aldar hefðarsinna eins og Leo Strauss, sem eiga það sameiginlegt að skilja stjórnunarform sem alhliða skipulag á félagslegum veruleika. Frá þessu sjónarhorni er lýðræði — skilið sem skipuleg aðgreining valds, þekkingar og laga í viðeigandi stofnunum — áhrifaríkasti, frumlegasti og mest afhjúpandi þáttur þeirrar samsuðu sem við köllum nútímann. Það er innan ramma lýðræðisins sem innri togstreita annarra þátta, sérstaklega markaðshyggjunnar, fær rúmast en er jafnframt haldið í skeíjum. En það er einnig önnur hlið á þessu inikilvæga hlutverki lýðræðisins: ef hægt er að færa rök fyrir því að nútíminn sé „í grundvallaratriðum torræður", svo notast sé við orðalag Anthony Giddens, þá heldur Lefort því fram að þetta eigi við um nútímalýðræði á sérstakan og þversagnarkenndan hátt.5 Nútíma- lýðræði felur í sér þann möguleika að um það sjálft verði rætt og efast, en með því ryður það afstæðishyggju braut og vekur á þann hátt sínar eigin túlkunarspurningar. Sjálfstúlkun lýðræðisþjóðfélaga er langt á eftir uppbyggingu þeirra og sá sjálfsskilningur sem í þeim felst er ekki sjálfkrafa hentugur til að smíða kenningar um lýðræði. Til að ljúka þessari umræðu er rétt að segja nokkur orð um tengslin milli lýðræðis og skynsemi sem er þriðja atriðið sem máli skiptir við flokkun á lýðræðiskenningum. Þau eru ekki síður umdeild en þau viðfangsefni sem ég hef rætt fram að þessu. Fyrstar ber að telja hugmyndir nytjastefnunnar — eða í mjög almennum skilningi, hag- fræðilega sjónarhornið — um lýðræði: forsendan er sú að lýðræðis- legar stofnanir byggi á markmiðsskynsemi eða reikniskynsenti. Þessi hugmynd hefur dugað til að verja bæði skörulegar lýðræðishugsjónir sem og þær sem minni væntingar eru gerðar til.6 Sá skilningur á 4 Sjá ril Leforts sem talin eru upp í ncðanmálsgrein. 2 að framan. 5 Anthony Gidden, Tlie Consequences of Modernity (Cambridge, 1990), s. 49: „Modemity tums out to be enigmatic at its core ...“. 6 Gagnrýni Josephs Schumpeters — sem er einn helsti fulltrúi hins hagfræðilega sjónarhoms á stjómmál — á „klassísku lýðræðiskenninguna" hefur meðal annars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.