Hugur - 01.01.1994, Side 55

Hugur - 01.01.1994, Side 55
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 53 skynseminni sem býr hér undir útlokar ekki endurbætur sem gætu falið í sér meiri gagnvirkni, til dæmis fellst Jon Elster í nýlegu verki á að „rökræða“ geti gegnt mikilvægu hlutverki í félagslegu vali rétt eins og „samningar" gera.* * 7 En meginatriðið í skynseminni er eftir sem áður útreikningur á hagsmunum sem menn síðan eltast við. Þetta höfuðhlutverk skynseminnar er dregið í efa meðal þeirra sem halda því fram að lýðræði þurfi bæði að byggja á þáttum utan sviðs reikni- skynscminnar (eða þver-skynsömum þáttum öllu heldur) og verði að tengja grundvallarreglur sínar við gildi utan reikniskynseminnar, ef það á að geta staðið undir þcim vænlingum sem til þess eru gcrðar. Slíkar skoðanir eru samrýmanlegar viðhorfum sem annars eiga fátt samciginlegt; áhrifavalda utan og ofan við reikniskynsemina má tengja við trúarlegan grundvöll vestrænnar hefðar, eða — eins og í nýhegelskri söguspeki Fukuyamas — við „baráttuna fyrir viður- kenningu" sem fylgir rökum þróunarkenningarinnar þótt hún sé á skjön við lögmál reikniskynseminnar. Óánægja með hefðbundna framsetningu á deilum nytjastefnumanna og gagnrýnenda þeirra leiðir til þess að menn freista þess að setja fram flóknari kenningar um þá skynsemi sem stýrir samskiptum án þess að hvikað sé frá höfuð- hlutverki skynseminnar, útreikningum hagsmuna. Kenning Habcrmas um samskipti og samræðuskynsemi er nýjasta dæmið um slík. Markmið hans er að endurbyggja hugmyndina um praktíska skynsemi þannig að hún byggist mun minna á tilteknu félagslegu og mcnningar- legu samhengi en Aristóteles og hans fylgismenn gerðu ráð fyrir, en meira á grunnformgerð samfélagsins en hinn kantíski valkostur býður uppá. Hugtakatengsl skynsemi og lýðræðis eru grundvallaratriði í slíkum rökum; samræðuútgáfa praktískrar skynsemi styrkist ef hægt er að sýna fram á að samræðan sé þegar hluti af nútíma lýðræði — ef ekki í raun, þá að minnsta kosti samkvæmt kenningu. Og vörnin fyrir lýðræði er tengd við stöðuga sjálfsskýringu skynseminnar, sem er að mati Habermas eitt samfelldasta viðfangsefni vestrænnar hugsunar og hefðar. verið núið því um nasir, að byggja um of á forsendum nytjastefnunnar sem hann átti sameiginlegar með klassískum höfundum, en umorðaði á svartsýnni máta. 7 Sjá umfjöllun um Elster hjá JUrgen Habermans, Faklizitat und Geltung (Frankfurt, 1991), s. 407-415.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.