Hugur - 01.01.1994, Page 55
HUGUR
Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur
53
skynseminni sem býr hér undir útlokar ekki endurbætur sem gætu
falið í sér meiri gagnvirkni, til dæmis fellst Jon Elster í nýlegu verki á
að „rökræða“ geti gegnt mikilvægu hlutverki í félagslegu vali rétt eins
og „samningar" gera.* * 7 En meginatriðið í skynseminni er eftir sem
áður útreikningur á hagsmunum sem menn síðan eltast við. Þetta
höfuðhlutverk skynseminnar er dregið í efa meðal þeirra sem halda
því fram að lýðræði þurfi bæði að byggja á þáttum utan sviðs reikni-
skynscminnar (eða þver-skynsömum þáttum öllu heldur) og verði að
tengja grundvallarreglur sínar við gildi utan reikniskynseminnar, ef
það á að geta staðið undir þcim vænlingum sem til þess eru gcrðar.
Slíkar skoðanir eru samrýmanlegar viðhorfum sem annars eiga fátt
samciginlegt; áhrifavalda utan og ofan við reikniskynsemina má
tengja við trúarlegan grundvöll vestrænnar hefðar, eða — eins og í
nýhegelskri söguspeki Fukuyamas — við „baráttuna fyrir viður-
kenningu" sem fylgir rökum þróunarkenningarinnar þótt hún sé á
skjön við lögmál reikniskynseminnar. Óánægja með hefðbundna
framsetningu á deilum nytjastefnumanna og gagnrýnenda þeirra leiðir
til þess að menn freista þess að setja fram flóknari kenningar um þá
skynsemi sem stýrir samskiptum án þess að hvikað sé frá höfuð-
hlutverki skynseminnar, útreikningum hagsmuna. Kenning Habcrmas
um samskipti og samræðuskynsemi er nýjasta dæmið um slík.
Markmið hans er að endurbyggja hugmyndina um praktíska skynsemi
þannig að hún byggist mun minna á tilteknu félagslegu og mcnningar-
legu samhengi en Aristóteles og hans fylgismenn gerðu ráð fyrir, en
meira á grunnformgerð samfélagsins en hinn kantíski valkostur býður
uppá. Hugtakatengsl skynsemi og lýðræðis eru grundvallaratriði í
slíkum rökum; samræðuútgáfa praktískrar skynsemi styrkist ef hægt
er að sýna fram á að samræðan sé þegar hluti af nútíma lýðræði — ef
ekki í raun, þá að minnsta kosti samkvæmt kenningu. Og vörnin fyrir
lýðræði er tengd við stöðuga sjálfsskýringu skynseminnar, sem er að
mati Habermas eitt samfelldasta viðfangsefni vestrænnar hugsunar og
hefðar.
verið núið því um nasir, að byggja um of á forsendum nytjastefnunnar sem hann
átti sameiginlegar með klassískum höfundum, en umorðaði á svartsýnni máta.
7 Sjá umfjöllun um Elster hjá JUrgen Habermans, Faklizitat und Geltung (Frankfurt,
1991), s. 407-415.