Hugur - 01.01.1994, Page 70
68
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
mannfélagsmálefni en efnahagsmál og stjórnmál.5 í stjórnmálum voru
háðir, þegar öllu er á botninn hvolft, einhvers konar stjórnleysingjar;
og mér leyfist kannski að kannast við að þar er sannfæring sem ég hef
afskaplega ríka samúð með. Um ágreining þeirra um efnahagsmál er
það eitt að segja að hann skiptir okkur engu. ÖIl hagfræði beggja er
öldungis úrelt, svo sem vonlegt er vegna breyttra aðstæðna eftir meira
en heila öld linnulausra og stórfelldra umbyltinga: það er vanþekking
ein sem veldur því að sumir telja þessa hagfræði eiga eitthvert erindi
við samtímann. Svolítið öðru máli gegnir um stjórnmálaskoðanir
þeirra félaga: ágreiningur félagshyggjumanna og frjálshyggjumanna
um þau efni er sómasamlega raunhæfur enn í dag, enda er lítið sem
ekkert um hann hugsað. Þar vill hins vegar svo til, eins og fram er
komið, að Marx er á sama báti og Mill, og mundi ef hann lifði hella úr
skálum reiði sinnar yfir lélagshyggjumenn samtímans.
Þessir félagshyggjumenn samtímans eru stjórnmálamenn, hvar í
flokki sem þeir standa og hvort sem þeir leggja stund á landsmál eða
nefndastörf í háskóla og vilja kaupa stóra tölvu. Stjórnmálamenn eru,
eins og sænski hagfræðingurinn Assar Lindbeck segir í einni bóka
sinna,6 auglýsendur fyrir samneyzlu; alveg eins og listamenn, segir
hann, eru frá efnahagssjónarmiði auglýsendur fyrir menningu. Og hér
má enginn láta það rugla sig í ríminu að auðvitað látast þessir menn
vera ósammála um flesta hluli, líka um félagshyggju og frjálshyggju.
En á dögunum sá ég það haft eftir Ásgeiri Bjarnasyni í Ásgarði að
eiginlega væri enginn ágreiningur milli íslenzkra stjórnmálaflokka.
Mér þykir Ásgeir bóndi nokkuð trúverðugur um þetta efni: hann
kemst jú ekki hjá því að heyra sitt af hverju af stóli sínum á Alþingi.
Og ef einhverjum þykir þetta reyfaraleg kenning hjá okkur Ásgeiri, þá
bið ég hann um að velta því fyrir sér til dæmis hvort hann hefur
nokkurn tfma haft spurnir af presti sem er þó ekki sé nema hótinu
kristi legri í daglegri breytni sinni en til að mynda andkristinn trú-
leysingi eins og ég. Eitt er að stíga í stólinn eða skrifa forustugrein.
Annað að vera til.
5 Sbr. t.d. Karl R. Popper, The Open Society and Its Enemies (New York,
1963), II, s. 81-88.
6 Assar Lindbeck, Den nya vansterns politiska ekonomi (Stokkhólmi,
1971).