Hugur - 01.01.1994, Side 81

Hugur - 01.01.1994, Side 81
HUGUR Að gera eða að vera 79 um viljann.21 En hann hafði ekki árangur sem erfiði; að minnsta kosti hefur mér aldrei tekizt að fá botn í hans mikla mál. Samt hygg ég að Kant hafi, hvað sem öðru líður, byrjað á réttum stað er hann velti fyrir sér muninum á vilja og löngun. Við skulum fara að dæmi hans. Við fyrstu sýn virðist enginn munur á vilja og löngun: þegar ég innti Halldór prófessor Halldórsson eftir því á dögunum hvað hans íslenzka eyra segði honum um það efni þótti honum sem munurinn væri hverfandi. Hverju skiptir hvort ég segist vilja kaffi eða að mig langi í það? Og auðleikið er að romsa upp úr sér setningum úr mæltn máli sem ekki virðast breyta merkingu þótt sögnin „að vilja“ sé sett í stað hinnar „að langa“ og öfugt. En við nánari skoðun kemur í ljós að hér er ekki allt sem það er séð. Og ber mér nú að geta þess að margt af því sem ég segi hér á eftir hef ég sótt í Siðfræði Aristótelesar. En að vísu eru þær niðurstöður gamla mannsins sem ég notfæri mér ekki niðurstöður hans um viljann — það er jafnvel vafasamt hvort hann hafi haft neina hugmynd um viljann sem sé sambærileg við okkar — heldur um þrjú hugtök önnur: boulesis sem oftast er þýtt sem „ósk“, bouleusis sem menn kalla „yfirvegun" og proairesis sem þýðendur kalla „val“. Segjum að núna klukkan fimm hafi verið boðaður ríkisráðsfundur á Bessastöðum, og þar hyggist menntamálaráðherrann leggja fyrir forseta Islands til staðfestingar breytingu á reglugerð um Háskóla Islands í þá veru að háskólakennurum skuli heimilt að verja allt að níu tíundu hlutum vinnutíma síns til nefndarstarfa. Svo vilji hins vegar til að hin nýja reglugerð sé nokkurt ágreiningsmál hér í stofnuninni. Hugsum okkur líka að ég sé í hópi hinna óánægðu. Þá gæti mig auðvitað langað til þess að Vilhjálmi snerist hugur á síðustu stundu fyrir fundinn, eða hann lenti í árekstri á Álftanesafleggjaranum og yrði af fundinuni fyrir vikið. Mig gæti líka langað til þess að eitt og annað sem hefði gerzt hefði ekki gerzt: til dæmis að ég hefði ekki komið við kvikuna á einum minna ágætu starfsbræðra með gálausu tali; þá hefði heimspekideild ekki komizt að þeirri niðurstöðu sem raun varð á! En það er rangt mál, eins og Aristóteles kvæði að orði, að segja „Ég vil að 21 Immanuel Kant, Religion innerhalb der Grenzen der blossen Vernunft (1793). Sjá einkum enska þýðingu, Religion Within the Limits ofReason Alone (New York: Harper, 1960) með inngangsritgerð eftir J.R. Silber, „The Ethical Significance of Kant’s Religion “.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.