Hugur - 01.01.1994, Page 83
HUGUR
Að gera eða að vera
81
VIII
Hvað er vald?
Vilji krefst valds. En hvað er þá vald? Sagt er að Árni Pálsson
prófessor hafi einu sinni sem oftar haldið ræðu á almennum fundi og
einn fundarmanna kallað fram í fyrir honum og rengt eitthvert atriði í
ræðunnar eins og gengur. Sá var Sigurður Eggerz. En Árni sat við
sinn keip svo að enn æpti Sigurður: „Ég ætti að vita það; ég var
ráðherra þá.“ „Satt er það,“ svaraði Árni. „Þitt var ríkið. En hvorki
mátturinn né dýrðin." Við skulum nú láta dýrðina liggja milli hluta.
En greinarmunur ríkisins og máttarins er gamalkunnugt frumatriði
stjórnspeki og stjórnfræði. Að vísu þætti hverjum sómakærum stjórn-
fræðingi orðalag faðirvorsins fjarri því að vera nógu fræðilegt, og þess
vegna þori ég ekki annað en að komast öðruvísi að orði en frelsarinn
og tala um réttarvald og máttarvald, og bið forláts ef þessi fræðiorð
mín lála ekki nógu ankannalega í eyrum. I samræmi við siðfræðilega
tvíhyggju lítur hin nútímalegasta stjórnfræði svo á að réttarvaldið sé
siðferðilegt fyrirbæri; hins vegar beri henni henni að fjalla ítarlega um
máttarvaldið sem sé af þessum heimi en ekki öðrum. Og vildi ég nú
mega hyggja um stunda að máttarvaldskenningu eins kunnasta stjórn-
fræðings samtímans, Roberts A. Dahl.2^
Máttarvald kallar Dahl ýmist „power“ eða „influence“ og fjallar um
það í smáatriðum. Hann skilgreinir hugtakið svo að máttarvald
einstaklings A yfir öðrum einstaklingi B sé í því fólgið að A valdi
breytingu á háttum B, hvort heldur athöfnum hans eða skoðunum og
tilfiningum. Milli viðleitni A og viðbragða B segir hann að sé orsaka-
samband, sambærilegt við orsakasamband í vélgengu kerfi. Til frekari
skýringar ber hann saman máttarvaldshugtak silt og kraftshugtak
sígildrar eðlisfræði. í ljósi tregðulögmálsins má ráða af sérhverri
hraðabreytingu að kraftur sé að verki, og þeim mun meiri eða minni
kraftur sem breytingin er meiri eða minni. Eins má ráða máttarvald
manns yflr öðrum mönnum af breytingum á háttum þeirra, og þvf
meira eða minna sem þeir víkja frá upphaflegri ætlun sinni, þeim mun
meira eða minna er vald hans.24 Máttarvaldshugtakið er því reyndar-
23 R.A. Dahl, Modern Polilical Analysis, (Englewood Cliffs, 1970).
24 Sama rit, s. 17-20.