Hugur - 01.01.1994, Page 92

Hugur - 01.01.1994, Page 92
90 Þorsteinn Gylfason HUGUR málstofu í Háskóla íslands og rökræddi það þráfaldlega við starfs- systkin mín vestan hafs og austan. Ég hef aldrei náð sómasamlegum tökum á því, og það hefur enginn annar heimspekingur heldur svo að ég viti. Þær tilgátur um viljann sem hér standa — að hann kreíjist í fyrra lagi valds og í síðara lagi siðferðis — eru aðeins tilhlaup. Önnur styðst við einfalda merkingargreiningu, hin við greiningu Aristótelesar á breyskleika. Ur báðum þarf að vinna miklu betur en hér er gert. Ég held ég trúi því enn að það væri ómaksins vert. Kaflinn um vald er það eina úr lestrinum sem ég hef notað annars staðar. Ég gerði úr honum sjálfstæða hugleiðingu, jók hann mikið og birti sem langa ritgerð. Að því loknu virðist ég hafa fargað afgang- inum af lestrinum sem hverju öðru uppkasti. Ritgerðin heitir „Valdsorðaskak" og er prentuð í Afmœliskveðju til Tómasar Guð- mundssonar 1981. Þar eru andmælin gegn siðfræðilegri tvihyggju miklu vandlegri en í „Að gera og að vera“, auk þess sem rökræðan er sett í mun víðara samhengi. Þess ber líka að geta að í bók minni Tilraun um heiminn er íjallað nokkuð um breyskleika, og er sú umfjöllun allt öðruvísi en sú sem hér stendur. En þegar ég samdi bókina mundi ég ekki eftir „Að gera og að vera“ eins og fram er komið. Ef ég hefði munað eftir lestrinum hefði ég áreiðanlega tekið tillit til hans í bókinni. í lestrinum er breyskleiki fyrst og fremst siðferðisbrestur (í skilningi dygðafræðinnar), í bókinni er hann fyrst og fremst skynsemisbrestur (í skilningi ákvörðunar- fræðinnar). Og mér virðist það góð og gagnleg spurning hvort þessi tvö sjónarmið séu samrýmanleg eða ósamrýmanleg. Þess utan kynni siðferðissjónarmiðið að breyta einhverju um hugmyndir mínar í bókinni um skýringar á breyskieika. Athugasemdirnar um stjórnmál í „Að gera og að vera“ eiga ekki skilið að heita stjórnmálaheimspeki. Þær þjóna einkum þeim tilgangi að vekja athygli á nytjastefnuþættinum — eða hentistefnuþættinum eins og ég hefði líka getað sagt — í hvers konar stjórnmálum á okkar dögum. Eiginleg og alvarleg stjórnmálaheimspeki er allt annars eðlis en þessar athugasemdir. Ég hef reynt að glfma við hana í „Hvað er réttlæti?“ í Skírni 1984 og í köflunum „Á meirihlutinn að ráða?“ og „Skiptir réttlæti máli?“ í Tilraun um heiminn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.