Hugur - 01.01.1994, Síða 98
96
Mikael M. Karlsson
HUGUR
heitið fyrirtaksdæmi um náttúrulögmál.7 Samkvæmt þcssu lögmáli
brotna ljósgeislar í gagnsæjum miðli þannig að hlutfallið milli sínusar
aðfallshornsins og sínusar brothornsins er föst stærð. Hver fasta-
stærðin er veltur á því hver miðillinn er. Ljósbrotsfastarnir eru
sérkenni á hverju efni sem ljós brotnar í, og þeir eru notaðir við smá-
sjárrannsóknir í steinefnafræði til að þekkja steinefnategundir. Þetta er
reglan eins og Snell orðaði hana árið 1621. Síðar fundust bergtegundir
eins og silfurberg sem brutu ljós á annan hátt. Var lögmáli Snells þá
hafnað sem ósannindum? Nei, það naut viðurkenningar eftir sem áður
sem rétt almennt lögmál, en umfang þess var talið takmarkað.8 f
kennslubókum á okkar dögum er sagt að það eigi við um „einsátta"
miðla. En þetta skýrir minna en virðast kann við fyrstu sýn, því að
„einsátta“ miðlar eru samkvæmt skilgreiningu þeir miðlar sem hlíta
lögmáli Snells. Þess ber að geta að flóknari mynd lögmálsins á lfka
við um flesta ef ekki alla „misátta" miðla — þá sem einfaldari myndin
gildir ekki um. En enginn getur haldið því fram að þcir gagnsæju
miðlar, sem enn kunna að vera ófundnir, muni nauðsynlega brjóta ljós
með þeim hætti og flóknari mynd lögmálsins kveður á um. Mér virðist
ljóst af þessu að það verði ekki sagt að af lögmáli Snells leiði, stran-
glega og undantekningalaust, öll einstök tilvik sem falla undir lög-
málið. Þrátt fyrir þetta höfnum við ekki lögmálinu sem ósannindum.
Það er viðurkennt sem eitt af mikilsverðum undirstöðulögmálum ljós-
fræðinnar.
Þetta dæmi úr ljósfræði er að ýmsu augljósu leyti sambærilegt við
dæmi Kelsens af alhæfum og sérhæfum reglum. Og af þessu dæmi má
að sjálfsögðu draga þær ályktanir (l') að lögmál vísindanna séu ekki
staðhæfingar, (2') að þau hafi ekki sannleiksgildi, (3’) að það séu
engar vísindalegar staðreyndir til, og (4') að vísindaleg lögmál séu
ekki viðfangsefni rökfræðinnar. Þessar ályktanir hafa reyndar allar
7 Willebrord Snell (1591-1626) uppgötvaði þetta lögmál 1621, en það var Descartes
sem fyrstur birti það eftir dauða Snells og án þess að nefna hann á nafn.
Encyclopedia Britannica, 11. útgáfa (Cambridge: Cambridge University Press,
1910-1911), XVI, s. 612.
8 Til dæmis kallar Encyclopedia Britannica lögmál Snells „rétta lögmálið" þar sem
hún bcr það saman við eldri tilraunir til að setja fram ljósbrotslögmál. Sjá tilvísun í
neðanmálsgrein 7.