Hugur - 01.01.1994, Page 104
102
Mikael M. Karlsson
HUGUR
Kjúklingar eru líklegir til að hafa vængi,
Fagurgali er kjúklingur;
þcss vegna er Fagurgali líklegur til að hafa vængi.
Hér er líkindaþátturinn (tölulegi þátturinn) f'ólginn í umsögninni
„líklega B“, og í ályktuninni er þessi umsögn síðan „aftengd"
(detached) eins og rökfræðingar komast að orði. Slfk rökfræðileg
meðferð á ályktunum um líkindi á við margvíslegan vanda að etja sem
er víðkunnur meðal rökfræðinga. Einn vandinn er sá hversu myrk sú
hugmynd er að vængjalaus Fagurgali, sökum vansköpunar, sé líklegur
til að vera vængjaður.17
Síðari athugasemdin sem þörf er á um þá uppástungu að almenn
sannindi — eins og „kjúklingar hafa vængi“ eða „tröllasúra hreinsar"
— láti „líkindi“ í ljósi, er öllu mikilvægari frá okkar sjónarmiði. Hún
er sú að þessi líkindagreining sé ekki trúverðug fyrirmynd ef við
viljum greina alhæfar forskriftir. Alhæfu regluna sem bannar mann-
dráp ber vissuiega ekki að orða á þá leið að flest manndráp séu
bönnuð, eða sem svo; „forðizt meirihluta manndrápa“. Með þessum
rökum mætti halda því fram að samanburður á alhæfum forskriftum
og alhæfingum eins og „kjúklingar hafa vængi“ eða „tröllasúra
hreinsar" sé ólfklegur til að varpa minnsta ljósi á það hvernig eða
hvers vegna alhæfar forskriftir leiða ekki stranglega af sér sérhæfu
forskriftirnar sem eru tilfelli þeirra.
VI
Orðin sem Aristóteles velur til að lýsa hinum einkennilega losarabrag
á alhæfingum um orsakir — epi to polu eða „oftast nær“ — gefa
okkur tilefni til að skilja þessar staðhæfingar sem líkindadóma. En af
hinni eiginlegu greiningu hans á alhæfingum, eins og ég skil hana, er
aðra sögu að segja. Aristóteles telur A og B tengd sem orsök og
afleiðingu — þannig að það séu almenn sannindi að A valdi B — þá
og þvf aðeins að A við ákveðin nauðsynleg skilyrði (sem eru fræðilega
tilgreinanleg) leiði ævinlega til B, „nema eitthvað komi í veg fyrir
það“. Þessi síðasti fyrirvari kemur oft fyrir hjá Aristótelesi. Hann
17 Ég er ekki að gefa til kynna að afleiðslusinni eigi engin svör við þessu. En þar sem
ég held að undirstöður skoðana hans séu reistar á misskilningi, virðist mér ekki
taka því að fara nánar út í röksemdimar með og móti í þessari ritgerð.