Hugur - 01.01.1994, Page 110
108
Mikael M. Karlsson
HUGUR
þeirra sannar. Við þurfum ekki að hafna forsendunum í ljósi hinnar
röngu niðurstöðu. Einkum og sér í lagi þurfum við ekki að hafna
almennu forsendunni. Astæðan er sú að hún er venjustaðhæfing en
ekki ströng alhæfmg.
Kenning mín um venjustaðhæfingar — eða í það minnsta stóran
flokk þeirra — er sú að þeir bendi til innviða eða sigurverka sem
framkalli hið almenna samband sem nefnt er í alhæfingunni (eins og
sambandið milli þess að vera kjúklingur og hins að hafa vængi,
sambandið milli ópíums og svefns eða sambandið milli gagnsærra
miðla og brots á ljósgeislum í samræmi við lögmál Snells). Gagndæmi
þurfa ekki að afsanna slíka alhæfingu. Þau verða öllu heldur til þess
að við takmörkum umfang reglunnar — þá uppgötvum við að
innviðirnir eða sigurverkin sem um er að ræða eru ekki alls staðar að
verki eða fyrir hendi — eða við drögum úr mætti hennar — þá
uppgötvum við að innviðirnir eða sigurverkin verða fyrir truflunum
sem varna því að þau vinni sín venjulegu verk.
En nú eru takmarkanir á umfangi eða mætti venjustaðhæfingar
yfirleitt ekki tilgreinanleg svo að tæmandi sé. Listar yfir þær eru opnir
í endann eins og ég komst að orði hér að framan. Af þessum sökum
kann að vera ráðlegast að líta svo á að það sem við kölluðum
takmarkandi undantekningar haggi hvergi venjustaðhæfingunum
sjálfum, né ályktunum sem rökfrœðin leyfir okkur að draga af þeim.
Það er nær að segja að þessar undantekningar sýni að venjustaðhæfing
sé óviðeigandi í sumum tilfellum, og yfirstigin í öðrum. I sumum
tilfellum, einkum þar sem umfang sætir takmörkunum, er hægt að
setja fram viðbótaralhæfingar við venjustaðhæfinguna, og þá getur
dregið úr venjustaðhæfingunni í samleik hennar við hina nýju
alhæfingu. En við eigum ekki að vænta þess að geta ævinlega sett
fram slfka viðbótaralhæfingu, né heldur að listinn yfir þær verði
nokkurn tímann tæmandi.2^
Samkvæmt því sem nú er sagt eru venjustaðhæfinga dæmi um
alhæfingar án afleiðslusambands við tilfellin sem falla undir þær. Því
getum við sagt að hliðstæða við það sem við kölluðum kenningu
Kelsens eigi við um þá með alveg sama hætti og kenning Kelsens er
26 Sjá neðanmálsgrein 18.