Hugur - 01.01.1994, Side 114

Hugur - 01.01.1994, Side 114
112 Ritdómur HUGUR bendir þó ekkert til þess að Aristóteles hafí sjálfur skipað verkum sínum á þennan hátt, eða nokkurn kerfisbundinn hátt yfirleitt. Þau verk sem hafa varðveist eru flest fyrirlestrar en ekki frágengin rit. Það er ekki einu sinni víst að Umsagnir sé eitt verk, því kaflar 10-15 (11 ^7-15^*32), sem kallast post- praedicamenta (á eftir umsögnum), virðast skeyttir við verkið, og hefur einn helsti ritstjórinn að verkum Aristótelesar lfklega staðið fyrir því.í Þó eru Umsagnir líklega á meðal elstu rita Aristótelesar, ásamt Almœlum og Spekirökum. 5 6 Ritið er merkilegt bæði fyrir hugmyndir sínar og áhrif, sem voru víðtæk, jafnt í fornöld sem á miðöldum og langt fram á nýöld. Skömmu eftir alda- mótin 500 þýddi Boethius rökfræðiritin ásamt Inngangi að umsögnum Aristótelesar (Isagoge sive quinque voces) eftir Porfyríos (232/3-305), merkan lærisvein Plótínosar. Þýðingin á Umsögnum ásamt Inngangi varð undirstöðurit í heimspeki miðalda, kannski áhrifamest allra heimspekirita á þvf skeiði. Á nítjándu öld var loks aristótelískri rökfræði hrundið af stalli, eftir að hafa staðið allri þróun fyrir þrifum. Umsagnir hafa fengið misjafna dóma hjá hugsuðum í gegnum tíðina. Róttækasta gagnrýnin hefur jafnan verið á þá lund að hugmyndin sé ónýt og umsagnarflokkun merkingarlaus. Augustinus kirkjufaðir skildi ekki púðrið í verkinu: „Um tvítugt fékk ég í hendur bók nokkra eftir Aristóteles, er nefnist „Tíu hugmyndaflokkar". Þegar mælskukennari minn í Karþagó og aðrir, sem töldust lærðir, nefndu hana, tútnuðu gúlar þeirra af stærilæti.... Mér þótti bókin fullskýr, er rætt var um „verur“, til dæmis hvað sé maður, og eiginleika þeirra, svo sem sköpulag mannsins, vöxt hans, tölu fóta.... Hvaða gagn var mér að þessu?“7 Ekki heldur Russell: „Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei skilið hvað orðið „kategóría“ merkir, hvort heldur hjá Aristótelesi, Kant eða Hegel. Ég held ekki að hugtakið sé gagnlegt á nokkurn hátt í heimspeki, túlki nokkra skýra hugmynd.*'8 Gerum eilitla grein fyrir tveimur meginhugmyndum Umsagna. 5 Hann hét Androníkos Ródíos og starfaði sem ritstjóri og æðsti maður aristótelista í kringum 40 f.Kr. Það var strax á sjöttu öld sem ritskýrandinn Simplikíos benti á gallann (Skýringar við Umsagnir; Commentaria in Aristotelem Graeca viii 379.8 (Kalbfleisch)). 6 Við tímasetningu ritanna styðjast menn helst við breytingar á stíl og vísanir innan verkanna. Helstu verkin eru W.W. Jaeger, Studien zur Entstehungsgeschichte der Metaphysik des Aristoteles (Berlín: Weidmann, 1912) og Aristoteles: Grundlegung einer Geschichte seiner Entwicklung (Berlín: Weidmann 1923). 7 Ágústínus, Játningar, þýðing úr frummálinu ásamt inngangi og skýringum eftir Sigurbjöm Einarsson (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1962), IV 16. 8 Bcrtrand Russell, History of Western Philosophy (2. útgáfa. London: Allcn & Unwin, 1961) part II, kafli xxii, s. 210.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.