Hugur - 01.01.1994, Page 121

Hugur - 01.01.1994, Page 121
HUGUR Ritfregnir 119 Marcus Tullius Cicero: Um vináttuna, þýð. Margrét Oddsdóttir. Reykjavík: Hið fslenska bókmenntai'élag, 1993. 150 bls. Það er við hæfi að þessi stutta samræða Ciceros um vináttuna skuli vera þrítugasta ritið í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, því sú ritröð hefur reynst íslensku áhugafólki um heimspeki traustur vinur um tveggja áratuga skeið. Efnið er einkenni sannrar vináttu og gildi hennar fyrir manninn og er fjallað um þetta út frá sjonarhorni stóuspekinnar sem átti talsverðu fylgi að fagna á ritunartíma samræðunnar á fyrstu öld fyrir Krist. Cicero var mikill stjórnmála- og ræðuskörungur, refur talsverður, og aukinheldur vel að sér í lögum, skáldskap og heimspeki. Svavar H. Svavarsson ritar inngang að bókinni þar sem reynt er að setja líf, starf og fræði Ciceros í nokkurt samhengi, lesandanum til skilningsauka. Ingi Sigurðsson, ritstjóri: Upplýsingin á íslandi. Reykjavík: Hið íslenska bókmennafélag, 1990. 440 bls. Bókin er safn tíu ritgerða um Upplýsinguna sem hafði nokkur áhrif á íslandi á árunum 1770-1830. Ritstjórinn ritar yfirlitsgrein um þessa hugmyndastefnu en auk hans skrifa átta aðrir fræðimenn um stjórnsýslu, refsilöggjöf og réttarfar, atvinnumál, guðfræði og trúarlíf, fræðslumál, fræðafélög og bókaútgáfu, bókmenntir, sagnfræði og náttúruvísindi. Þessi bók er áhugaverð lesning fyrir áhugafólk um hugmyndasögu, eins og tíðkast að segja á íslensku, og því einnig fyrir áhugafólk um heimspeki. Ragnar Baldursson þýð.: Speki Konfúsíusar. Reykjavík: Iðunn, 1989.251 bls. Hér er komin þýðing á einu helsta riti kínverskrar heimspeki. í inngangi rekur þýðandi líf og starf Konfúsíusar og setur það í sögulegt og fræðilegt samhengi. Einnig er gerð skýr grein fyrir ritinu sjálfu og helstu hugtökum sem notuð eru, og rakin áhrif Konfúsíusar og hugsunar hans allt frarn til nútímans bæði í Kína og öðrum löndum Asíu. Ritið skiptist í tólf kafla og fylgja ýtarlegar skýringar með hverjum kafla. Róbert H. Haraldsson, ritstj.: Erindi siðfrœðinnar. Reykjavík: Rannsóknastofnun í siðfræði, 1993. 232 bls. í bók þessari, sem gefín var út í tilefni af fimm ára afmæli Siðfræðistofnunar, er safn greina um siðfræðileg efni. Auk inngangs ritstjóra, þar sem færð eru rök fyrir mikilvægi siðfræðilegrar umræðu, hefur ritið að geyma tíu greinar eftir jafnmarga höfunda. Er þar fyrst að telja tvær sígildar greinar eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.