Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 10
8
Hlin
eigandi verksmiðjunnar »Framtíðin«, Reykjavík, væri
nú þegar byrjaður að framleiða sokka, sjerstaklega
karlmanns og barnasokka, og einnig barnanærföt.
Ræddu fundarkonur málið af miklum áhuga og ýms-
ar tóku til máls. Lagði Guðrún Pjetursdóttir til að kos-
in yrði þriggja kvenna nefnd, sem legði fram tillögur
í málinu næsta dag. Var það samþykt. Kosnar voru:
Guðbjörg ólafsdóttir, Salóme Jóhannesdóttir, Guð-
ríður Líndal.
Gefið fundarhlje í hálfa klukkustund til að skoða
sýnishorn af íslenskri handavinnu, sem Halldóra
Bjarnadóttir hafði meðferðis. Hefir S. N. K. síðastlið-
in 5 ár veitt 200 kr. á ári til þessara sýnishornakaupa.
Kvenfjelagsmál: Ragnhildur Pjetursdóttir, Reykja-
vík. Flutti hún mjög fróðlegt og skemtilegt erindi, sem
fjallaði um hreyfingu þessara mála frá upphafi. Þakk-
aði form. erindið, en frekari umræðum var frestað til
næsta dags.
Þennan dag sátu fundinn 28 konur.
Þriðjudaginn 16. júní hófst svo fundur á ný kl. 10
árdegis.
Reikningar fjelagsins lesnir upp og samþyktir.
Skeyti barst fundinum frá formanni sambandsins,
■Guðnýju Björnsdóttur, og sömuleiðis kveðja frá Guð-
rúnu Lárusdóttur, þingfulltrúa, Reykjavík.
Húsmæörafræösla: Jónína S. Líndal, Lækjamóti.
Taldi hún að húsmæðrafræðslan mundi brátt komast
í betra horf, þar eð við hefðum nú þegar fengið 4 hús-
mæðraskóla og treysti hún því, að Kvenfjelagasamband
fslands fengi þvi áorkað, að við fengjum húsmæðra-
kenslukonuskóla sem fyrst.
Urðu langar og fjörugar umræður bæði um þetta
mál og margt fleira, sem sjerstaklega húsmæðurnar
varðar. Var þar meðal annars mikið rætt um hentugt