Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 63
HUn
61
földu bandi, hef 16 lykkjur á prjóni og prjóna þetta.
fast með garðaprjóni. Jeg hef hundrað garða í lengj-
unni og prjóna hana alla með sama lykkjufjölda. (Þessi
stærð er utan um kvenmannsfót). Sauma lengjuna svo
saman. Sauma lengjuna við sólana á þann hátt, að jeg
læt brún lengjunnar nema við skóbotninn irinan í skón-
um. Kemur þá hvíta bríkin á sólunum utan yfir lengj-
una, og sauma jeg í bríkina miðja. Jeg teygi mikið á
lengjunni um leið og jeg sauma hana við, og hef flat-
kjöptu til að draga nálarnar gegnum gúmmíið, það er
svo þjett í sjer, að ómögulegt er að draga nálarnar í
gegn öðruvísi. Verpi svo lengjuna að ofan eins og sauð-
skinnsskó, dreg líka varpið dálítið saman fyrir hælinn.
Slít ekki endana á varpi'nu frá, því þá má draga varp-
ið saman ef teygist á því. Hekla svo yfir varpið með
fastamöskvum. — Jeg prjónaði síðastliðið vor ofan við
tvenna gúmmíbotna, og hefur verið gengið á þessum
skóm í alt sumar við heyskap og innanhússtörf. Þessir
skór eru mjög ljettir og þá má þvo eftir vild, þegar
þörf gerist.
Á sama hátt má prjóna ofan við hrágúmmíbotna; er
prjónalengjan þá saumuð í bríkina ofan við hrágúmmí-
ið og brún bríkarinnar fest niður með bótasaum. Á
svona viðgerðum hrágúmmísólum hef jeg vitað gengið
heilt ár. Var þá slitið ofan af skónum, en sólarnir enn
heilir. — I öllum gúmmískóm ætti að hafa illeppa.
G. S. S., Víðivallagerði í Fljótsdal.
Dragkista (kommóða).
er mjög almenn og góð hirsla, en með því að hafa
þriðju skúffu að neðan (76—78 cm. frá gólfi) með
þremur rennihólfum, eitt stærst í miðjunni og tvö
minni til hliðar, getur dragkistan orðið besta skrifborð,