Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 16
14
Hlín
Markmið fjelagsins er:
1. Að styðja og vernda bændastjettina, svo að hún
standi bæjarbúum jafnfætis að öllu leyti og sje fær um
að taka þátt í samvinnu við aðrar stjettir þjóðfjelags-
ins.
2. Að hafa góðar bókhlöður, byggja viðunanleg sam-
komuhús, senda góða ræðumenn út um bygðirnar til að
útskýra fyrir almenningi þær breytingar, sem nú eiga
sjer stað á ýmsum sviðum þjóðlífsins.
3. Að fá fólk til að hugsa sjálfstætt og láta skoðanir
sínar í ljós á mannamótum, og undirbúa þannig leið-
toga úr sínum flokki, sem maður getur trúað fyrir
sínum vandamálum.
4. Að hafa eftirlit með stjórn landsins, afmá
gömul lög, sem ekki eiga rjett á sjer og innleiða ný og
betri lög í þeirra stað.
5. Að styðja af alhug samvinnu (co-operation) af
öllu tæi, hvert sem er í kaupum, sölum eða fjelagslíf-
inu í heild.
6. Að koma því til leiðar, að mentun sú, sem boðin
er bændabörnunum sje af besta tæi og að meiri sam-
vinna sje milli skóla, kennara og heimila.
Þú sjer að næg eru starfsefnin, og segi jeg því með
Steingrími Thorsteinsson:
»En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð,
af beisku hið sæta má spretta,
af skaða vjer nemum hin nýtustu ráð,
oss neyðin skal kenna það rjetta,
og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð
í sannleiks og frelsisins þjónustugerð«.
Það koma altaf nýjar og nýjar kröfur með breyttum
tímum.
Þetta síðasta ár hefur verið mjög erfitt fyrir bænd-
ur, þar sem framleiðsluvörur þeirra hafa verið því