Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 117
Hlin
115
Það vantar á það að við konumar í sveitinni kunnum
að taka verkin rjettum tökum, og svo verður þreytan
og einangrunin yfirsterkari öllum skilyrðum til að
halda út í baráttunni. — Þetta gæti verið hjálp. En
hvar er þá stúlku að finna, sem vildi fórna sjer fyrir
svona starf ? S.
Frá Kvenfjelagi Grindavíkur: — Síðastliðinn vetur
(1929) bað kvenfjelag Grindavíkur alla þá, sem útgerð
höfðu í Grindavík, að gefa fjelaginu einn fisk af hverj-
um hlut (14 hlutir af bát). Tóku menn þessu yfirleitt
vel og gerði fiskur þessi hátt á 4. hundrað krónur.
Iiafa ýmsir af útvegsmönnum hvatt konur til að biðja
nú í vetur um einn hlut af skipi á sumardaginn fyrsta
eða úr fyrsta róðri á sumrinu.
Kvenfjelagið í útparti VindJtælishrepps í Húnavatns-
sýslu heitir »Hekla«. Samkomustaður þess er á Kálfs-
hamarsnesi. Það sem fjelagið hefur starfað á árinu er
þetta:
1. Fjelagskonur ruddu sjálfar a einum degi veg á
fjelagssvíóðinu á að giska 3000 metra langan.
2. Við komum á fót kálgarði, sem er 4000 fermetrar,
og var sú vinna öll gjafadagsverk.
3. Við gáfum 100 krónur til tveggja heimila fyrir
jólin.
4. Haldið var vikunámsskeið í handavinnu á fjelags-
svæðinu fyrir stúlkubörn 8—14 ára, bar það góðan
árangur og verður því haldið áfram.
5. Þá komum við okkur upp einum lóðarstokk, og
fluttu sjávarútvegsbændur fjelagskvenna hann, 3 róðra
hver, og gerði það 99 krónur, er við öfluðum á hann.
En við 4 efnuðustu landbúnaðarkonurnar gáfum sitt
gimbrarlambið hver, sem eiga að verða ær fjelagsins
með tímanum, fjelaginu að kostnaðarlausu. Það sem
8*