Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 54
52
Hlín , -
seldust 249, fyrir kr. 836.35 og stenst þá nokkuð á end-
um innl. og sala.
Á yfirstandandi ári, sem nú er hálfnað, eru þegar
þetta er skrifað seldir rúmlega 100 munir, en inn-
komnir 134. Væri fleira sent á útsöluna en nú er og
fleiru væri úr að velja, er enginn efi á að salan mundi
aukast, þó aldrei megi búast við miklu, fyr en útsöl-
urnar sjálfar geta keypt inn og borgað út í hönd. Það
kæmi skriði á vinnuna, ef fólkið ætti kost á borgun út
í hönd fyrir það sem búið er til. Útsalan hjer tekur
10% í sölulaun af framleiðendum, en Samband aust-
firskra kvenna greiðir útsölunni ennfremur 5% af
því er selst.
Það væri skemtilegt til þess að vita, ef þjóðin okk-
ar hefði til að bera þann þroska og metnað að sýna það
í verkinu, að hún vilji vera sjálfri sjer nóg, vilji gera
sjer far um að framleiða sem mest og best af þvi sem
hún þarfnast, og notast við það, í stað þess að ausa
gengdarlaust stórfje út úr landinu fyrir útlenda vöru,
sem er máske í bili ódýrari, en stenst engan samjöfn-
uð við okkar innlendu. Á meðan aðrar þjóðir keppa að
því að vera sjálfum sjer nógar, og nota sem mest sína
eigin framleiðslu, þá verða kröfurnar hjer á landi æ
háværari um silkisokka, silkinærföt, silkikjóla og alls-
konar »luxus« fatnaði viðvíkjandi, sem stefnir þjóð-
inni í fjárhagslegar ógöngur og menningarlega van-
sæmd.
Ungmennafjelögin norskú telja sjer upphefð í að
taka heimilisiðnaðinn upp á stefnuskrá sína og berj-
ast fyrir sölu á innlendum vörum, og því skildu okkar
ungmennafjelög ekki gera það líka? Það virðist undar-
legt, að það skuli helst vera hámentaðir útlendingar,
sem kunna að meta íslenskan heimilisiðnað, að íslend-
ingar sjálfir skuli loka augunum fyrir »praktisku« og
menningarlegu gildi hans. Mættum við aðeins bera