Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 83
tilín
81
kröfunum til fæðis og klæða. Að öðrum kosti getur svo
farið, að námið leiði til einskis góðs, heldur beinlínis til
eyðslusemi og óhófs.
Þá er og ætlaður lengri námstími seinni veturinn
vegna hauststarfanna. Þau störf eru einhver hin allra
þýðingarmestu fyrir sveitakonur og býr búið lengi að
því, hvernig þau eru af hendi leyst.
Garðyrkju vildum við ekki hafa skyldunámsgrein
við skólann, heldur ætla sjálfstæð garðyrkjunámsskeið
að vorinu. Líklegt er, að nemöndum veitist erfitt að
kosta lengri skóladvöl í einu en 2 vetrarnámsskeið, og
óvíst að þeir hafi garðyrkjunáms not strax, er þeir
koma af skólanum. Þegar að því kæmi, að þeir þyrftu
á því að halda, standa garðyrkjunámsskeiðin þeim
opin.
Vornámsskeiðin öll eru til þess ætluð að gefa ungum
stúlkum kost á að dvelja nokkrar vikur að vorlagi á
þessum fagra skólastað. Fyrst kenslukraftar og hús-
rúm leyfir, virðist óeðlilegt að nota ekki vorið á ein-
hvern hátt til skólastárfs. Ekki er ósennilegt að stúlk-
ur úr þorpum og kaupstöðum Austurlands notuðu þetta
tækifæri til að eiga stutta sumardvöl í skólanum. Gæti
þeim orðið það bæði gagn og gaman. I öðru lagi gætu
þessi námsskeið orðið nokkur uppbót á því, að helm-
ingi færri nemendur komast að á vetrarskólanum, af
því hann er miðaður við tveggja vetra nám.
Um 5. gr.
Ekki þótti fært, fjárhagsins vegna, að ætla nema
tvær fastar kenslukonur, auk forstöðukonu. En reynsl-
an mun sýna, að það er of lítið í verklegum skóla með
alt að 30 nemöndum, þar sem kenna á fjöldamargar
og sundurleitar námsgreinar og þó nokkrar bóklegar.
Má því gera ráð fyrir að ráða þurfi aukakennara, áður
langt líður. Kenslukonurnar eru ráðnar svona marga
6