Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 107
HUn
105
var 26 stúlkum veitt inntaka í skólann, en af þeim
komu ekki nema 17, hinar fötluðust frá á ýmsan hátt.
Að svo mörgum'var veitt loforð um skólann stafaði
af því, að skólahúsið var stækkað að miklum mun á
síðastliðnu ári, og alltaf má búast við vanhöldum. Nú
rúmar skólinn 22—24 nemendur og hefur sæmilega
rúmgóðar skólastofur, ágæta miðstöð, heitt og kalt
vatn um alt húsið, bað og vatnssalerni. Rúmin eru með
gonnvírsbotnum og dýnum. öll herbergi skólans eru
nú veggfóðruð, og gólfin eru annaðhvort dúklögð eða
gljáborin. Eldhúsið með flíslögðum veggjum og dúk-
lögðu gólfi, uppþvottavaski, skol- og skólpvaski.
Samgöngur við skólann hafa mjög batnað á þessu
ári. Bílvegur er kominn heim í hlað. Ríkisskipin hafa
hjer viðkomustað, þegar þau koma inn í Hvammsfjörð.
Svo er mótorbátur hjer á staðnum, sem annast flutn-
inga þá, er skólinn þarfnast með.
Skemtanir hafa ekki verið margar hjer, bæði hefur
rúm ekki leyft inniskemtanir fyr en nú síðastliðinn
vetur, og nemendur hafa lagt svo mikið kapp á námið,
jafnvel fram yfir það sem þeim er ætlað, að þær hafa
ekki sint skemtunum mikið, þó kostur hafi verið á
þeim. — Laugardagskvöldin eru höfð hjer í mestum
heiðri. Námi er þá lokið kl. 5]/2, og kvöldverður snædd-
ur kl. 6. Þá prúðbúa stúlkur sig og halda kvöldin há-
tíðleg í híbýlum forstöðukonu. Vinna þá námsmeyjar
að þeim hannyrðum, sem þeim líkar, þá er upplestur
og útvarp til skemtunar (útvarp var sett í skólann
strax fyrsta veturinn), viðræður og kaffidrykkja.
Á sunnudögum er stundum dansað, stíginn vikivaki
og leiknir aðrir leikir. Við og við er farið í útileiki og
námsmeyjar mjög hvattar til útivistar.
Hjer á staðnum er kirkja, sími, brjefhirðing, og svo
er hjer nýbygt samkomuhús, svo námsmeyjum er auð-
velt að taka þátt í þeim skemtunum, sem þar eru á