Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 56
54
Hlin
kostnaður ekki teljandi að öðru en hreyfivjelinni, sem
er 1 hestafls olíumótor eða 1 hestafls rafmagnsmótor,
ef raforka er fyrir hendi. Verð á þessum vjelum verð-
ur: Steinolíumótor ca. 200 kr. og eyðir hann nálega 5
lítrum af olíu á dag, miðað við 10 stunda vinnu, og raf-
magnsmótor kostar ca. 130 kr. og eyðir % kilowatl?
stundum á klukkutíma. Til samanburðar er rjett að
geta þess, að vjelin skilar 50—100% meiru af vinnu
vjelknúin en handsnúin á sama tíma, auk þess að nú
getur unglingur eða kvenmaður stjórnað vjelinni ö-
þreyttur, en áður var það fullkomið erfiði fyrir karl-
mann.
Að mínu áliti verða það rafmótorarnir, sem hentug-
astir verða til þessa út um land, þar sem rafstöðvar
rísa nú óðum upp um allar sveitir landsins, og rekst-
urskostnaðurinn verður þar mjög hverfandi, vegna
þess hve lítilli orku svo litlir mótorar eyða.
Þetta mál er vel þess vert, að því sje gaumur gefinn.
Mestöll ullin liggur óseld í landinu, og þeir tímar vii'ð-
ast nú framundan, að hverjum sje best að búa að sínu.
Það væri því ekki úr vegi fyrir bændur að athuga,
hvort ekki sje hyggilegast fyrir þá að skapa sjer sjálf-
ir verðmæti úr ullinni.*)
Einær Sveinsson, frá Leirá,
Njarðargötu 33, Reykjavík.
Gandhi og heimilisiðnaðurinn.
Enginn maður, hvorki lífs nje liðinn, hefur unnið
heimilisiðnaðinum meira gagn en Gandhi, frelsishetja
Indverja. Einn þátturinn í baráttu hans fyrir frelsi og
*) Spunavjel eftir Einar, knúin með rafmagni, var á Lands-
sýningunni 1930 og vakti mikla athygli. Vjelina átti Narfi
Hallsteinsson pr. Akranesi. Vjelin hefur verið óseld til
skamms tíma. Ritatj.