Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 70
68 J fflín Ir
tekið þessi orð inn í póststimpil á brjefum: »Kjöb
norske varer«.
Stjórn fjelagsins snýr sjer oft til stjórnarvaldanna
um ýmislegt, sem gera þarf fyrir þetta mál. Meðal
annars skorar hún nýlega á stjómina að koma því til
leiðar, að skólarnir taki þetta mál til meðferðar í
kenslustundum, bæði við stílagerð og þegar landa-
fræði, náttúrufræði og saga gefa tilefni til að rætt sje
um þessi efni.
Fjelagsmerkið nota fjelagsmenn á brjef sín, og
minna þannig jafnan á þetta þjóðþrifamál.
Það er varla það málefni til í þjóðlífi Norðmanna,
að fjelagið komist þar ekki að með sínar kröfur, álas
eða umbun, eftir ástæðum.
En hvað gerum við nú, íslendingar?
Eitt hið átakanlegasta dæmi sem jeg hef heyrt um
ástandið í því efni, eru ummæli eins af okkar stærri
innlendu framleiðendum. Hann sagði við mig nýlega:
»Við leynurn því eins og við getum, að framleiðslan sje
íslensk. Það er eina ráðið til að selja hana«.
Það væri víst ekki vanþörf á samtökum hjer á landi
líka í því skyni að 'kynna íslensku vöruna fyrir almenn-
ingi, berjast fyrir útbreiðslu hennar og um leið auka
hana og bæta. Það er ekki svo langt síðan að við ís-
lendingar bjuggum að okkar eigin framleiðslu og ljet-
um okkur það vel líka. Margt er það fólk enn í fullu
fjöri, sem man þá tíma. Mundi það sjerlega vandasamt
að vekja hjer þá öldu, sem hefur risið svo hátt á síð-
ustu áratugum í nágrannalöndum okkar? Jeg held ekki,
ef unnið væri fyrir málið af jafnmiklum áhuga og af
þeim skibiingi, sem sjá má hjá grannþjóðum okkar.
Margir, mjög margir eru þessu máli hlyntir hjer á
landi í orði kveðnu, og jeg efast ekki um að hugur
fylgi vfða máli.