Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 38
gjaldslítið. ÞjóÖfjelagið borgai’ okkur þessa peninga,
og okkur ber að endurgjalda þá sem best við -getum
með því að bæta heilsufar þjóðarinnar. Jeg vil því
segja, að hjeðan af má það aldrei koma fyrir, að lög-
skipuð Ijósmóðir neiti nokkurri sængurkonu um að
vera kyr hjá henni 4—6 daga eftir fæðinguna, fyrir þá
sök, að hún þurfi að sinna heyskap, sláturstörfum eða
öðrum griðkonuverkum. En auðvitað verður ljósan að
yfirgefa sængurkonuna, ef hún er sótt til annarar
konu, sem búin er að taka ljettasótt. Það er líka á-
byrgðarhluti fyrir ljósuna að sitja lengi yfir sængur-
konu, sem liggur á einhverjum útkjálka eða á öðrum
enda • umdæmisins, ef hún á von á fæðingu langt í
burtu, einkum ef einhverjir farartálmar eru á milli,
því margt getur illa skipast hjá konu sem er að fæða,
meðan ljósan er sótt langar leiðir.
Hver á þá að hjúkra þeirri sængurkonunni, sem
ljósan er hætt að sinna? Er þá ekki sjálfsagt að hjúkr-
unarkonan geri það, ef sængurkonan óskar þess og
starfandi hjúkrunarkona er til í sveitinni, og ekki
bundin yfir öðrum sjúkling. — Jeg segi jú. — En ef
hjúkrunarkonan á í viðlögum að hjúkra sængurkonum,,
þá verður hún líka að læra þaö og kunna að fara með
nýfædd böm.
Mörgum kann að finnast, að ekki þurfi lærðar
hjúkrunarkonur til að annast börnin, því víða sjeu til
góðar barnfóstrur. Satt er það, að víða eru til barn-
fóstrur, sem eru æfðar í því að passa börn á 1. og 2.
ári og ferst það vel. En allar munu þær vera viðvan-
ingar í því að annast.alveg nýfædd börn, nema þær
konur, sem hafa iðkað það. Það er engin æfing, þó
fóstran hafi passað 4 eða 5 börn fyrstu lífdaga þeirra,
en þegar hún er búin að passa t. d. 50 börn, þá getur
það talist æfing.
Að annast sum nýfædd börn er ekki meðfæri við-