Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 29
IJKn
27
kvenskór, barnahúfur o. s. frv. Blóm, fuglar og fiðrildi
eni venjulegustu gerðirnar á þessum ísaum, en þannig
farið með, að ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur-
inn, og eru myndirnar því síst raunverulegar. Saum-
urinn er fíngerður og mjög vandaður, litirnir fremur
sterkir og litbrigðin mjúk. En umfram alt er gerðin og
vinnan sjerkennileg og alkínversk. Kínverskar konur
eru óvenjulega listfengar.
Talið er að á 18. öld hafi kínverskar listir staðið
með mestum blóma. Ýmsar aðrar þjóðir skara nú fram
úr Kínverjum í postulínsgerð t. d. og silki-iðnaði, og
kínverskum ísaum hefur hrakað tilfinnanlega á síðari
árum, óefað vegna þess, að nú er hann orðinn versl-
unarvara. Má það, ef- til vill, verða öðrum konum að
varnaði.
Flestar kínverskar húsmæður hafa öðru að sinna en
ísaum og þessháttar »óþarfa«. Þær tína sjálfar bóm-
ullarhnoðrana útí á akrinum, hreinsa bómullina,
spinna og vefa grófgert, haldgott efni, sníða og sauma
á alt heimilisfólkið. Afklippurnar' eru notaðar í skó.
Skósólarnir eru líka gerðir úr taui, pjötlurnar límdar
saman margfaldar, og úr þessu svo sniðnir sólar og
stangaðir hálftommu þykkir. Það fer víst ekki meiri'
tími í að gera tíu pör af íslenskum skóm en einn tau-
skó kínverskan. Tauskórnir eru furðulega haldgóðir,
en naumast eru þeir nothæfir í votviðrasömu landi,
nema innanhúss.
Það er algengt á heldri manna heimilum í Evi’ópu og
Ameríku að hafðir sjeu kínverskir matreiðslumenn.
Kínverjar eru orðlagðir matreiðslumenn. Yfirleitt
munu konur í Kína ekki taka karlmönnum neitt fram í
þeirri list. Það er algengt að karlar matreiði, þó nóg
sje um kvenfólk á heimilinu, nema í sveítunum, þegar
annríki er mest.
Jeg býst við að íslenskum konum þyki ekki ófróðlegt