Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 76
74.
Hlín
og er hann formaður, Samband austfirskra kvenna
annan og Búnaðarsamband Austurlands hinn þriðja.
Er það skipað til 6 ára. Þó skal draga úr annan sam-
bandskjörna manninn eftir 2 ár, en hinn gangi úr eft-
ir 4 ár. Síðan gangi 1 maður úr skólaráðinu annað-
hvort ár, eftir röð.
Skólaráðið hefur á hendi yfirráð skólans, það ræður-
forstöðukonu skólans, en hún kennara í samráði við
skólaráðið.
Skólaráðið útvegar fje til stofnkostnaðar og rekst-
urs, og hefur að öðru leyti yfirumsjón með öllum fjár-
reiðum skólans. Það gerir, ásamt forstöðukonu, tillög-
ur um reglugerð fyrir skólann, er ríkisstjórnin sam-
þykkir.
Skólaráðið hefur umsjón með kenslu og prófum. —
Það ráðstafar eignum skólans, ef hann legst niður.
IV.
Próf.
8. gr.
í lok hvers skólaárs skulu nemendur ganga undir
próf í þessum námsgreinum: íslensku, reikningi, efna-
fræði, matarfræði, handavinnu og matreiðslu, eftir
reglum, er nánar verða ákveðnar.
Atvinnumálaráðuneytið er samþykt framanritaðri
reglugerð,
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 5. mars 1931.
F. h. r.
Vigfús Einarsson.
Páll Pálmason.