Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 45
Hlín
43
Á námsskeiðmu voru 8 fastir nemendur, þar af ein
stúlka í 2 mánuði. Þar að auki fengu eldri nemendur
að vefa nokkur stykki.
Alls var þetta ofið á námsskeiðinu:
10 legubekkjaábreiður úr alull, salonsofin. 3 dyra-
tjöld úr alull með íslensku gliti. 4 stór veggtjöld úr ull
með ísl. gliti. 3 minni veggtjöld úr ull með ísl. gliti. 7
krossofin sessuver, úr ull. 2 krossofnir borðrenningar,
úr ull. 8 sessuver, úr ull, með krókbragði. 1 stórt vegg-
tjald með allskonar útvefnaði. 8 metrar húsgagnafóð-
ur, úr ull.
Þetta var alt úr íslensku bandi og voru prýðilegir
hlutir.
Svo ófu stúlkumar talsvert úr tvisti. Hver stúlka óf:
1 borðdúk, hvítan, úr tvisti og hör. 3 tegundir af
handkiæðum. 2 glasaþurkur og gluggatjöld fyrir eina
eða tvenna glugga. Skrauthandklæði með íbrugðnum
bekkjum. 1—2 metra af gólfrenningum, úr togi. Þar
að auki voru ofin smá sýnishom af ýmiskonar vefnaði.
Styrkur að upphæð kr. 150.00 var veittur kvenfje-
lagi við ísafjarðardjúp; hafði það haft kenslu í vefn-
aði. —
Sömuleiðis var U. M. F. Borgarhrepps veittur styrk-
ur að upphæð 50 kr.; hafði það haft námsskeið í ýt-
skurði. —
Þá tók Heimilisiðnaðarfjelag íslands að sjer að sjá
um að standa fyrir Landssýningu á heimilisiðnaði 1930.
Var sjerstök nefnd kosin af fjelaginu, er sá um sýn-
inguna: Halldóra Bjarnadóttir, formaður, M. Júl.
Magnús, ritari, Sigríður Björnsdóttir, gjaldkeri, Kristín
Jacobson, Þorbjörg Bergmann, Guðrún Pjetursdóttir.
Formaður nefndarinnar gaf skýrslu um sýninguna í
»Hlín«, 14. árg.
Eins og undanfarin áx*, hefur foi’maður H. í. útveg-