Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 82
80
Hlln ~
ur og fyrir þjóðarbúskapinn allan og þjóðarheilsuna,
að engin sanngirni er að ætla minna en tvo vetur — 6
—7 mánaða námsskeið — til að kenna þessi störf,
ásamt þeim bóklegum fræðum, er þar að lúta. Engin
stúlka ætti að sætta sig við minna, og engin skóli ætti
að bjóða nemöndum styttri tíma til slíks náms.
Á eins vetrar skóla hlýtur matreiðsla að vera aðal-
námsgrein. Handavinna situr því að sjálfsögðu á hak-
anum. Er ómögulegt að tími vinnist til að nema marg-
ar greinar handavinnu á einum vetri, þar sem önnur
námsgrein skipar öndvegi. Virðist því mega gera ráð
fyrir, að stúlkur leiti sjer frekari fræðslu annarstaðar
í handavinnu, á námsskeiðum og saumastofum, eða
verði þá án þessarar kunnáttú. Hvorttveggja er auð-
vitað óheppilegt. Mun oftast verða dýrara og óheppi-
legra að afla sjer fræðslu á mörgum stöðum. Ef náms-
tíminn var lengdur, varð spuming um, hvort ætti að
skifta honum eða hafa eitt námsskeið samfelt, eins og
tíðkast við erlenda húsmæðraskóla. En það er orðin
föst venja, sem byggist á íslenskum staðháttum, að
námsfólk noti sumrin til að vinna fyrir sjer, auk þess
sem sú hvíld frá náminu er andleg hressing. Eru því
námsskeiðin ákveðin tvö.
Handavinnan er ætlast til að verði aðalnámsgrein
fyrri veturinn, ásamt bóknámi, en matreiðsla seinni
veturinn. Matreiðslunáminu er ætlað seinni veturinn,
af því við teljum, að það nám þurfi fremur fræðilegan
grundvöll en handavinnan. Ef slíkir skólar, sem þessi,
eiga að styðja þjóðlega menningu, verður matreiðsla
og hússtjórnarnám að byggjast á ákveðinni afstöðu til
lands og þjóðar, sem mjög er vafasamt, að sje til stað-
ar hjá ungum stúlkum, fyr en þær hafa fengið fræðslu
í tungu og sögu þjóðarinnar, og notið þeirra uppeldis-
áhrifa, sem til þess þarf að skilja blessun og nauðsyn
hversdagsstarfanna, en einkum til þess að stilla í hóf