Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 97
95
Hlin
Skemtanir.
Á öllum öldum hefur gleðin verið eftirlætisbarn
mannanna, og því hafa þeir fundið upp ýmislegt til
þess að laða hana til sín; skapa sjer gleði, ef svo mætti
að orði komast; þær tilraunir nefnast einu nafni
skemtanir. Nú á tímum hefur mikið verið rætt og rit-
að um nytsemi gleðinnar, að hún sje: »Ljósgjafi lýða«
og styrkur fyrir sál og líkama, hún sje hverjum manni
nauðsynleg. En eru þá skemtanirnar það líka? — Jeg
veit, að þegar nefnd eru þessi tvö orð : Gleði og skemt-
un, finna menn nokkurn mun þeirra. Gleðin kemur oft
án þess menn stuðli neitt að því, nema með móttöku-
hæfileikum sínum, og skemtanir ná stundum ekki til-
gangi sínum. En — þá spyr jeg aftur: »Eru skemtanir
nauðsynlegar?« Og jeg svara því hiklaust játandi.
Mjer finst jafnsjálfsagt að viðhafa skemtanir í hófl,
eins og að njóta sjerhverrar sjálfboðinnar gleði. Vjer
fslandsbörn, við erum vart of kát«, og »Það er svo
margt sem amar að, og einatt beygir geð, að ærin þörf
er ítum það að örva kæti með«. — Hjer til sveita er
varla ástæða til að ætla, að skemtanir verði of þjettar,
hitt er mjer fremur áhyggjuefni, að þær sjeu ekki nógu
oft hafðar um hönd. Nú spyr einhver: »Ætlastu máske
til að skemtisamkomur verði haldnar þriðja hvern
sunnudag að sumri, og annaðhvorn að vetrum eins og
messugjörðir þar sem vel eru sóttar kirkjur?« Nei, það
er ekki ætlun mín. Jeg álít skemtisamkomur nógu
margar, en heimilisskemtanir langt of fáar, þær ættu
ekki að vera annan eða þriðja hvern sunnudag, heldur
hvern einasta frí- eða helgidag. Að fráteknum bóka-
lestri (sem nú er ekki orðin heimilisskemtun, þegar
enginn les upphátt), eru spil sú eina skemtun, sem hjer
er notuð, engir leikir, hvorki úti nje inni, og enn síður