Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 74
72
Hlin
2. gr.
Tilgangur skólans er að styðja uppeldi ungra kvenna
á þjóðlegum grundvelli og veita þeim hagkvæma kunn-
áttu fyrir lífið, sjerstaklega í því, er lýtur að heimilis-
störfum í sveitum.
3. gr.
Starfsemi skólans verður hagað þannig:
A. Bókleg kensla: Kend íslenska og íslenskar bók-
mentir, reikningur, bókhald, efnafræði, matarfræði,
heilsu- og líkamsfræði, söngur og leikfimi. Fyrirlestr-
ar um sjerstök efni í sögu íslands, fjelagsfræði, nátt-
úrufræði og uppeldisfræði.
Nemöndum skal gefinn kostur á að læra eitt erlent
mál.
B. Handavimm: Kendir saumar, sjerstaklega hagnýt-
ur saumaskapur, kven- og barnafatnaðar, vjelspuni,
prjón, vefnaður og hannyrðir.
C. Matargerð og heimilisstjóm: kend almenn mat-
reiðsla, smjör-, skyr- og ostagerð, æfingar í heimilis-
stjórn, ræsting, þvottur og þjónustubrögð.
4. gr.
Námstíminn er 2 vetur, talið fyrri veturinn frá vet-
umóttum til aprílloka, en hinn síðari frá 20. sept. til
apríljoka. Skal náminu skift þannig, að fyrri veturinn
verður aðallega bókleg kennsla og handavinna, en síð-
ari veturinn nokkur bókleg kensla og matreiðsla.
Auk þess verða óbundin við skólann þessi námsskeið:
a. Námsskeið í garðyrkju, er standi yfir 6 vikur, frá
miðjum maí til júníloka.
b. Námsskeið í matreiðslu á sama tíma fyrir ungar
stúlkur.
c. Námsskeið í saumum og vefnaði á sama tíma. —