Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 118
116
Hlin
fjelagið er búið að afla sjer til tekna, síðan það tók til
starfa, 28. ágúst 1927, er að upphæð 441 kr. og er fje
það á vöxtum. — Við erum 16 fjelagskonur og meiri
hlutinn fátækur, og því ekki til mikilla fjárframlaga
að ætlast. A. T.
Úr Borgarfirði syðra er skrifað: — Bærilega gengur
með kvenfjelagið, konunum þykir gaman að koma sam-
an, og þær gera þó nokkuð til þarfa. Það er stúlka hjá
því eins og í fyrra, sem er lánuð á bæi, þegar á liggur,
og kemur það sjer vel í öðru eins fólksleysi og nú er
hjer um slóðir, að minsta kosti á veturna. H.
' Af Skagaströnd er skrifað: — Kvenfjelagið hjer
gengur vel eftir vonum, við erum 15 konur í því núna.
Við hjeldum nýlega skemtun, og ágóðinn rann til nýju
kirkjunnar okkar. — Við ætlum að hafa saumanáms-
skeið fyrir telpur eins og í fyrra, það gekk svo vel þá.
— Jeg er afar ánægð yfir að kvenfjelagið er þó til, þó
•það sje fátækt og fákunnandi enn. E.
Úr MiklahoItshreppi, i Snæfellsnessýslu er skrifað
veturinn 1929: — Nú erum við orðnar 23 í kvenfjelag-
inu, sem við stofnuðum í júnímán. s. 1. ár. Við hjeldum
fund síðast 17. febr., þá gengu 5 í fjelagið. Það var
skemtilegur fundur, talsverðar umræður og svo kaffi-
drykkja. Síðast lesinn húslestur og sungið. Við höfum
ákveðið að hafa altaf kaffi á fundunum, og stöndum
tvær fyrir því í hvert sinn, skiftum því jafnt á milli
okkar. Það hefur komið til tals hjá okkur að fá spuna-
vjel í hreppinn, til þess að fá heimilisiðnaðinn auk-
inn.*) Við höfum í hyggju að hafa sýningu í vor,
hvernig sem það gengur.
*) Fjelagið keypti vjelina frá Villingaholti, sem var á Lands-
sýningunni.