Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 19
Htív
17
sjer í verksmiðju sinni, og hefur salan æfinlega hepn-
ast vel.
Þá höfum við stofnað saumadeild í barnaskólanum,
gefið saumavjel og hjálpað stúlkunum til að fá það
efni, sem þær þurfa til saumanna, og tvær konur úr
okkar deild hjálpuðu kennaranum að segja til í saum-
um á hverjum föstudegi. — Við höfum ennfremur
komið því til leiðar, að vinnustofu var komið fyrir í
kjallara skólans handa drengjum til smíðakenslu, og
þeim gefin öll þau smíðatól sem þurfa við almennar
smíðar.
Við höfum haft eftirlit með skemtigarði þorpsins
og plantað í hann trjám o. s. frv. Við höfum rjett þeim
hjálparhönd, sem bágt hafa átt, og reynt til að ljetta
byrði þeirra.
Kirkjumál höfum við lítið stutt, þareð allar kirkjur
hafa sín kvenfjelög, en í okkar hóp hafa verið konur
úr öllum kirkjudeildum.
Þetta er aðeins það sem ein lítil deild hefur afkast-
að, svo þú getur gert þjer í hugarlund, hvað allar
deildirnar starfa. Samt vantar mikið á, að það mark
náist, sem maður hefur sett sjer. Aðalatriðið er að
fólkið skilji, að það er ein heild, ein starfandi, lífræn
heild, sem afkastað getur miklu, ef allir eru samtaka.
Jeg vil svo að endingu biðja þig að taka viljann fyr-
ir verkið með þessa greinargerð og fyrirgefa þau mis-
smíði, sem á henni kunna að vera.
AncLrea Tryggvadóttir.
Árborg, Manitoba, Canada.
2