Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 53
51
Hlín
köku til að borða. Þegar búið er að steikja, eru kök-
urnar bornar fram í bæ eða niður í kjallara, eða á
einhvern kaldan stað, því að þær geymast betur í
kulda. Má vel geyma laufabrauð allan veturinn. Hef eg
stundum, á fornbýlum heimilum, fengið laufabrauð á
páskunum og á sumardaginn fyrsta, og virtist það
alveg óskemt.
Þar sem jeg þekki til, er það venja, að skamta hverj-
um karlmanni á jólanóttina 5—6 laufakökur, en kven-
fólki og unglingum 3—4, ásamt öðrum hátíðamat.
Álíka mikið er skamtað aftur á gamlárskveld.
Á seinni árum, síðan fólkinu fækkaði í sveitum,
hafa sum heimili lagt niður þennan gamla og góða
sið að búa til laufabrauð, af þeim ástæðum, að eng-
inn hefur verið til að skera það. Og getur svo farið,
að á næstu áratugum leggist þessi siður alveg niður,
og tel jeg það skaða. Þarna er gömul og falleg list að
deyja út og margar jólaminningar eru tengdar við
laufabrauðið. Og heyrt hef jeg gamalt fólk láta þau
orð falla, að það geti ekki hugsað sjer jól án laufa-
biauðs. >Skinfaxi«.
Útsala á heimilisiðnaðí á Seyðisfirði.
Samkvæmt beiðni ritstjóra »Hlínar« vil jeg í fáum
dráttum gefa skýrslu um útsölu á heimilisiðnaði, er
hjer byrjaði á Seyðisfirði í janúar 1929, að tilhlutun
Sambands austfirskra kvernia og sem jeg hef haft um-
sjón með og sjeð um sölu á.
Árið 1929 voru sendir á útsöluna 371 munir og voru
það að mestu leyti plögg af ýmsu tagi, sumt mjög
fallegt og prýðilega unnið. Prjónanærfatnaður einnig
og salons-ofin teppi, útsaumur og hekl. Þetta fyrsta ár
seldust 169 munir fyrir samtals kr. 729.25.
Árið 1930 komu inn til útsölunnar 239 munir, en
4*