Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 58
56
Hlin
og veita atvinnu og framfærslu þeim miljónum manna,
sem ekkert hafa að gera og ekkert á að lifa.
Áður en Bretar komu til Indlands var spunnið þar
og ofið svo mikið á heimilunum, að það nægði til frarn-
færis að viðbættu því sem landbúnaðurinn gaf af sjer.
En heimilisiðnaðurinn hefur verið eyðilagður á svo
svívirðilegan hátt, að jafnvel Bretum sjálfum ofbýð-
ur, en hann var áður lífsskilyrði þjóðarinnar.
Áður fyrri unnu margir fyrir sjer með því að fljetta
mottur og búshluti úr stráum, en spuninn og vefnað-
urinn er bæði fljótlegra verk og gefur meira í aðra
hönd. Auðvitað ætlast Gandhi ekki til, að þeir bændur
og verkamenn í sveitum, sem nóg hafa að starfa, fari
að gefa sig við spuna. Hann ætlast til að spunann
stundi fyrst og fremst atvinnuleysingjar og iðjuleys-
ingjar. í öðru lagi könur og börn, og síðast en ekki síst
allir Indverjar, þegar þeir hafa ekki annað að gera.
Að öllu þessu athuguðu setur Gandhi fram þessar
þrjár kmfur:
1. Enginn má nota útlend fataefni.
2. Námsskeið í spuna skulu haldin 'ókeypis í öllum
sveitum.
3. Allir skuldbindi sig til að nota aldrei annað en
heimaspunnin og heimaofin efni.
Fyrir þessum hugsjónum sínum vinnur Gandhi með
óþreytandi elju og berst fyrir því, að allir Indverjar
spinni, og spuni verði gerður að skyldunámsgrein við
alla skóla landsins, þannig að fátæk börn geti unnið
af sjer skólagjöldin með spuna, og allir menn og konur
spinni að minsta kosti einn tíma á dag og gefi það sem
inn ltemur fyrir það starf til viðreisnar heimilisiðnað-
inum. Sjálfur hefur hann gefið út kenslubækur og
leiðarvísa um meðferð baðmullar og þráðar og ýmsar
aðferðir við vefnað. Hvar sem hann kemur því við,
gefur hann ráð, vefurum og kaupendum, fjölskyldu-