Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 125
Hlín
123
irspurn er lítil og verðið lágt. Það eru því mjög litlar
líkur til þess að hægt verði að selja á erlendum mark-
aði alla þá síld, sem búið er að verka, og hvað á þá að
gera við það sem afgangs er?
Við eigum að borða það sjálf. Hvert heimili á Is-
landi á að kaupa eina tunnu af síld til matar. Það eru
20 þúsund tunnur miðað við 5 manna fjölskyldu í
heimili.
Þetta mundi nægja til að bjarga því af síldinni, sem
annars yrði verðlaust, og þar að auki til að hækka verð
á hinu.
Nú er það undir okkur sjálfum komið, sjerstaklega
íslenskum hús'mæðrum, hvort við viljum nokkuð á okk-
ur leggja í þessu efni. Það getur verið að sumum líki
ekki síldin fyrst í stað, en það má óhætt fullyrða, að
allir, sem hafa vanið sig á að borða síld, vilja ekki
missa hana með nokkru Tnóti, og eins mundi fara fyrir
okkur íslendingum.
Biðjið um og borðið íslensku síldina. Hún er bragð-
góð og næringarmikil, og fyrir bætiefnin, sem eru
ríkulegri í henni en flestum öðrum fæðutegundum, er
hún einhver hin hollasta fæða, en þó hin allra ódýr-
asta. (Saltsíldartunnan kostar nú kr. 18.00. Smáílát
má fá með mjög lágu verði). X.
Gerið svo vel að athuga auglýsinguna um síldina á
3. bls. kápunnar. Ritstjórimi.
Salat.
Salat vex vel allstaðar hjer á landi og það er van'da-
lítið að rækta það. Salatið ætti því að nota meira en nú
er títt, því það er bæði holt og fljótlegt að matreiða
það. — í salatinu eru efni, sem eru mikilsverð fyrir