Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 121
Hlln
119
í sumar eftir ástseðum, matjurtir spruttu ágætlega,
sjerstaklega blómkál, grænkál, ertur, hreðkur og næp-
ur. Jeg er mjög þakklát nefndinni fyrir fræsending-
una, jeg miðlaði því á 4 bæi.
Af Norðurlandi -er skrifað: — Iíjer í sveit eru 2
spunavjelar, 6 stórar prjónavjelar og 5 sokkavjelar,
allar komnar þetta ár. Hjer er heldur að lifna yfir tó-
vinnu, þrátt fyrir fólksleysið. S.
Af Norðurlandi er skrifað: — Jeg hef spunnið tog í
sokka handa tengdadóttur minni og mjer, við erum í
þeim þegar við höfum mest við, og þykja þeir bara
mikið fallegir. Jeg hef gert þetta til að hafa áhrif á
ungu stúlkurnar, að þær tættu sjálfar sokka á fæturna
á sjer. Mjer hefur lukkast að láta þær mikið leggja
niður silkisokkaná. Hjer í sveitinni eru þær mikið
farnar að vera í togsokkum, sem líkjast ísgarni. Mjer
hrylti við þessari silkisokkaöld, að varla var svo fátæk
sveitastúlka að hún gæti látið sjá sig í öðru en silki-
sokkum, svo magnað var þetta orðið, en nú eru tog-
sokkarnir mínir búnir að vinna mikið gagn, og þykir
mjer vænt um. Hjer í sveitinni þykir heimasætunum
heiður að hafa sjálfar unnið á'sig sokkana og nærfötin.
Það hjálpar mikið, ef fleiri taka sig saman um að
rísa upp á móti heimskulegri tísku í hverju sem er,
unglingana vantar það sjálfstæði að brjóta einir í bág
við venjuna, sem von er.
Ullar- eða togsokkar, haglega gei'ðir eiga einhvern-
veginn svo mikið betur við veðurlagið hjá okkur, ferða-
lögin, húsakynnin, alt, þeir eru eitthvað svo hlýlegir. A.
Frá Suðureyri er skrifað 1931: —- Það er í ráði að
stækka samkomuhúsið okkar, byggja við það leiksvið
með kjallara undir fyrir veitingar. Fjelagið okkar ætl-