Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 62
60 Hlin
kennarar, bæði eldri og yngri, að fá mentun í náms-
greininni.
2. Landssýning á handavinnu skólanna ætti að halda
á 10 ára fresti eins og sýningu í heimilisiðnaði lands-
manna, og sýna þar ekki einungis handavinnu barna-
skólanna heldur sameina þar alla, skóla landsins og
námsskeið, sem njóta styrks af opinberu fje, yrði það
myndarleg sýning og engu lakari en sýningar þær, er
t'aka almenna vinnu til sýnis. Væri það hinn mesti
heiður, álít jeg, fyrir Kennarasambandið, ef það gæti
gengist fyrir þessu og leyst það sómasamlega af hendi.
Jeg vil leggja til, að í þetta mál verði' kosin nefnd nú
þegar á þessu kennaraþingi, er hrindi því áleiðis með
dugnaði.
Jeg geri ráð fyrir að hver skóli muni standa straum
af sinni deild fjárhagslega, svo það bakaði ekki Sam-
bandinu kostnað.
Svo sendi jeg Kennarasambandinu 'mínar bestu
kveðjur og vona og óska, að því takist að leiða þetta
þarfa mál til lykta á besta hátt.
P. t. Reykjum í Hrútafirði í júnímánuði 1931.
Halldóm Bjamadóttir.
Viðgerð á gúmmískóm.
Mig langar til að biðja Hlín fyrir eftirfarandi línur:
Hjer á heimilinu notum við mikið af gúmmískóm,
sem reynast misjafnlega vel í notkun. Gráar gúmmí-
hlífar bætum við á þann hátt að líma með gúmmílími
bætur á þær eins lengi og hægt er. Við límum líka oft
bætur neðan á botnana, þegar göt koma á þá. Þegar
ónýtt er orðið ofan við sólana, er botninn oft óbættur
og ekki nema hálfslitinn. Klippi jeg þá ofan af sólun-
um við .hvítu bryddinguna. Jeg prjóna lengju úr fjór-