Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 26
24
Hlin
vinnu. Dæmin um vonbrigðin, sem slíkt fólk hefur orð-
ið fyrir, eru sorglega mörg, konur sem karlar. Mönn-
um hættir við því að gleyma að athuga, að hjer eru í
Danmörku árlega frá 50.000 til 80.000 manneskjur,
sem vilja vinna, en ekkert geta fengið að gera, af því
að vinnuna vantar. Það er jafnmargt og /2 til % af
öllum íbúum fslands. Er svo stendur á er ekki nema
sjálfsagt og eðlilegt, að landsins eigin börn sjeu látin
sitja fyrir þeirri atvinnu, sem kann að losna. Því erú
líkurnar fyrir því að fá eitthvað að gera hjer fyrir
fólk úr öðru landi, fyrirfram heldur litlar. Helstu
möguleikarnir fyrir stúlkur munu vera að geta fengið
atvinnu við hússtörf, sem þjónustustúlkur. En til þess
að fá slíka atvinnu og halda henni, þarf stúlkan að
kunna vel til verka. Hjer eru gerðar kröfur í því efni,
sem munu harðari en kröfur þær, sem gerðar eru al-
ment heima. Eldhússtúlka þarf að vera vel að sjer í
venjulegum matartilbúningi eins og hjer tíðkast. Af
stúlkum, sem stunda önnur húsverk, er einnig krafist
kunnáttu, vandvirkni og hraðvirkni. Þær verða að
vera svo vel að sjer í málinu, að þær geti t. d. sint í
síma, hverju sem þarf í húsinu.
Eins og skýrslurnar bera með sjer, hafa allmargar
íslenskar stúlkur haft atvinnu hjer við sauma. Er það
helst fyrir stórverslanirnar. Að jafnaði mun slík at-
vinna fást gegnum kunningsskap við stúlkur, sem eru
þar fyrir. En kjörin eru svo ljeleg, að ekki er hægt að
ráða til þess að sækjast eftir slíkri atvinnu.
Að íslenskar stúlkur fái hjer atvinnu við skrifstofu-
störf, sem margar stúlkur sækjast nú eftir, má heita
undantekning. Hjer ei-u altof margar um boðið. Og
jafnan er þess krafist, að skrifstofustúlkur sjeu sjer-
lega hæfar í vjelritun og hraðritun, danskri auðvitað.
Hverjum sem vill leita sjer atvinnu hjer vil jeg gefa
það ráð, að fara elcki að lieiman nema vissa sje fyrir