Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 13
Hlín
11
Þegar hjer var komið, tóku konur sjer hvíld frá
fundarstörfum og hlustuðu á erindi, sem Sigurlaug
Knudsen hjelt þeim til fróðleiks og skemtunar og
nefndi: »Fyr og nú«.
Að því loknu ávarpaði Guðfinna Stefánsdóttir frá
Dalgeirsstöðum fundarkonur nokkrum þakkar- og
kveðjuorðum. — Síðan kvaddi formaður fundinn til að
standa upp í virðingarskyni við heiðursfjelaga og
stofnanda S. N. K., Halldóru Bjarnadóttur.
Kosinn ritari í stað Laufeyjar Pálsdóttur, sem gekk
úr stjórn, Guðrún Angantýrsdóttir, Akureyri. Vararit-
ari: Gunnlaug Kristjánsdóttir, Akureyri.
Samþykt að næsti sambandsfundur verði haldinn í
Norður-Þingeyjarsýslu, ef konur þar treysta sjer til
að hafa hann hjá sjer.
Þessi tillaga kom fram:
»Fundurinn leggur til að felt verði úr 5. gr. laganna
ákvæðið um að formaður S. N. K. skuli jafnan búsett-
ur á Akureyri.«
Á næsta Landsþing kvenna voru kosnir þessir full-
trúar:
Fyrir Þingeyjarsýslur:
Helga Kristjánsdóttir, Hjalla, og til vara: Vjedís
Jónsdóttir, Litluströnd.
Fyrir Eyjafjarðarsýslu:
Jóninna Sigurðardóttir, Akureyri, og til vara Laufey
Pálsdóttir, Akureyri.
Fyrir Skagafjarðarsýslu:
Sigurlaug Knudsen, Sauðárkróki, og til vara: Hans-
ína Bendiktsdóttir, Sauðárkróki.
Fyrir Húnavatnssýslur og Strandasýslu:
Jónína Lindal, Lækjamóti, og til vara: Jakobína
Jakobsdóttir, Hólmavík.
Halldóra Bjarnadóttir lagði til að hjer eftir skyldi
stjórn Sambandsins launuð, þannig að form. hefði kr.