Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 28
26 Hlin
af einhverjum ástæðum hliðra sjer við að koma sjálf-
ar til sendiráðsins.
Kaupmannahöfn í júní 1931.
Sveinn Bjömsson.
Störf kvenna í Kína.
Það er fljótgert að skýra frá störfum kvenna í Kína,
verkahringur þeirra er svo þröngur. í Suður-Kína og
norður í Mansjúríi hefur það ekki tíðkast að konur
hefðu reyrða fætur, líklega vegna þess að þær hafa
gengið þar að allskonar útivinnu líkt og karlar. Það er
ómögulegt að kona með reyrðar fætur geti sint erfið-
isvinnu, hún er »heft«, og það er ekki ætlast til að hún
líti út fyrir húsdyrnar oftar en góðu hófi gegnir. Þessi
ósiður hefur komið þeim hugsunarhætti. inn hjá meg-
inhluta þjóðarinnar, að engin ástæða sje til að stúlkur
læri annað en innanhússtörf: Sauma, þvo og matreiða,
enda verði ekki við meiru búist af þeim. Þessi hugs-
unarháttur verður ekki upprættur á fáum árum, hann
á það langa sögu, þótt löggjöfin nýja bæti mjög kjör
kvenna og veiti þeim nokkra uppreisn. Það er óhætt
að segja það kínverskum konum til hróss, að innan
þeirra þrönga verkahrings munu fáar konur taka þeim
fram, nema hvað þrifnað snertir. Kínverskar hann-
yrðir eru mjög rómaðar um víða veröld. Um margra
alda skeið var embættis- og skrautklæðnaður í Kína
gerður úr silki og ísaumaður prýðilega, en auk þess
einnig hoftjöld, fánar, leikbúningar, sængurtjöld,