Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 32
30
Hlín
gott. Fáar Kínverskar húsmæður eiga við þau kjör að
búa, að stallsystur þeirra á íslandi kysu að standa í
þeirra sþorum. Vaninn deyfir tilfinhingarnar og dreg-
ur úr sársauka, og vanþekkingin gerir sitt til að menn
þrífast í illum húsakynnum og óþrifnaði, við misrjetiþ
og allskonar ófögnuð. Reyrðir fætur t. d. er æfilöng
þjáning. Hjer í næsta húsi er kona með tvö börn á
brjósti, dreng á þriðja ári og stúlku bráðum eins árs.
En það er ekki tilgangur þessa greinarkorns að lýsa
kjörum kínverskra kvenna.
Tengchov, Honan, China, 15. apríl 1931.
Herborg ólafsson.
Heilbrigðismál.
Hver á að hjúkra sængurkonum i sveitum?
Þessi spurning: »Hver á að hjúkra sængurkonum í
sveitum?« kemur oft upp í huga mínum, þegar kon-
urnar eru að segja mjer hvernig gengið hafi, þegar
þær áttu þetta og þetta barnið sitt. Oftast áttu þær
við eitt og annað að stríða. Fæðingin gekk stundum
erfiðlega, en venjulega tók þó Ijósmóðirin á móti barn-
inu og veitti konunni fæðingarhjálp eftir föngum. Þó
hefur brugðið út af þessu, stundum náðist ekki nógu
snemma í ljósmóðurina, af því langt var að fara eftir
henni, og þá varð einhver á heimilinu að skilja á milli.
Aðra mannlega hjálp fékk konan þá ekki. Þess eru
þó dæmi, að konan fékk ekki einu sinni þessa hjálp,
en varð sjálf að skilja á milli, af því að engin mann-